KFÍ stríddu meisturunum.

KFÍ eiga eftir að halda sæti sínu í deildinni og gott betur en þeir sýndu að þeir voru hvergi hættir þó þeir væru komnir 20 stigum undir. Snæfell lenti í vandræðum með þá í seinni hálfleik og hleyptu leiknum upp en engann varnarleik var að finna hjá báðum liðum í kvöld.

Fyrir leiki kvöldsins var Snæfell í 6. sæti en KFÍ í 5. sæti. Nýliðarnir hafa farið vel af stað og ekki kallað allt ömmu sína þegar að baráttu og vilja kemur en Ísfirðingar mættu aðeins 9 til leiks í kvöld….

Fyrir leiki kvöldsins var Snæfell í 6. sæti en KFÍ í 5. sæti. Nýliðarnir hafa farið vel af stað og ekki kallað allt ömmu sína þegar að baráttu og vilja kemur en Ísfirðingar mættu aðeins 9 til leiks í kvöld.

Byrjunarlið kvöldsins voru.

Snæfell: Ryan, Sean, Nonni, Emil, Pálmi.
KFÍ: Darco, Craig, Ari, Nebojsa, Carl.

    
Snæfell byrjaði af krafti og voru gríðalega skipulagðir að koma boltanum úr pressu Ísfirðinga. Heimamenn settu 5-0 strax og juku svo forskotið í 22-10 á mjög auðveldum körfum. Pálmi hafði sett 3/3 þrista ofaní og Ryan var einnig kominn með 9 stig og virkaði númeri of stór fyrir KFÍ. Craig Schoen var þó með lífsmarki hjá KFÍ og skoraði vel en staðan var 43-26 eftir fyrsta hluta.

Þegar staðan var 53-36 löguðu KFÍ heldur betur sinn leik og færðust nær 53-46 með hörkuleik frá Craig, Carl og liðsheildinni. Sean setti þá strax tvo þrista og Nonni einn svona til að hanga á forskotinu en bæði lið voru að skora gríðalega í leiknum. Munurinn hékk á +- 10 stigum í öðrum leikhluta Snæfelli í hag eftir að KFí komust betur í gang og var staðan 78-63 fyrir Snæfell í hálfleik og hafa sést lægri tölur eftir heilann leik.

Sean var kominn með 17 stig, Pálmi og Ryan 16 stig hvor hjá Snæfelli. Carl og Craig voru komnir með 15 stig hvor fyrir KFÍ. Ekki litu mörg fráköst dagsins ljós framan af þar sem skotin voru flest að detta hjá liðunum.

Eftir mikinn barning fram og til baka í þriðja hluta komst Snæfell í 20 stiga forystu 98-78. Leikurinn varð mistækari hjá báðum liðum vellinum og ekki voru dómararnir að eiga góðann dag í seinni hálfleik þegar á reyndi en furðulegar ákvarðanir féllu báðum megin. En staðan var 102-92 fyrir heimamenn eftir þriðja leikhluta þar sem KFÍ komu snarlega til baka.

Staðan var 106-100 í upphafi fjórða hluta og Snæfell var að missa niður leikinn frá því í þriðja hluta. Útlendingahersveit Ísfirðinga var að sækja á með Nebojsa og Darco fremsta í flokki áþessum kafla og Craig var kominn inná eftir bekkjarsetu í þriðja hluta með 4 villur. KFÍ náði með harðfylgi að jafna 114-114 í ótrúlegum leik þar sem Snæfell var gjörsamlega að klúðra öllu sem þeir voru að gera.