Magnaður sigur á Haukum í unglingaflokki karla

Fyrir leikinn í dag voru bæði lið með tvo sigurleiki og einn tapleik, bæði lið ætluðu að selja sig dýrt en leikurinn var mjög einkennilegur og kaflaskiptur.  Haukamenn hófu leikinn af krafti á meðan að heimamenn héldu að hlutirnir myndu gerast af sjálfu sér.  Staðan 4-14 þegar að Snæfell/Skallagrímsmenn hófu að gera hlutina af krafti, þristur frá Kristjáni Pétri og Hlyn Hreins kveikti í leik heimamanna og munurinn orðinn 4 stig.  Vörnin þéttist og staðan 20-21 þar sem Kristján Pétur nelgdi niður 11 stigum í fyrsta leikhluta og voru menn að spyrja sig hvort pilturinn ætlaði að endurtaka leikinn frá því deginum áður með Víking Ólafsvík þar sem hann raðaði niður 40 stigum….