Ójafn grannaslagur en skemmtilegur.

Það var ójafn “derbyslagurinn” í Ólafsvík þar sem Víkingur úr 2. deild tók á móti grönnum sínum bikarmeisturum Snæfells úr Stykkishólmi. Nokkuð góð mæting var á leikinn og var bílalest úr Hólminum í Ólafsvík enda ekki svona leikir á boðstólnum svona almennt.

Ryan Amoroso lék ekki í liði Snæfells vegna smávægilegra veikinda og fékk að vera í fríi en í liði heimamanna var Tómas Hermannsson Ólsari kominn í búning og til í allt..

Byrjunarliðin voru.
Víkingur:     P. Andri, Þórarinn, Jens, Aðalsteinn, Tómas.
Snæfell:    Nonni Mæju, Atli, Pálmi, Emil, Sean.