Slakur leikur Snæfells gegn Hamri.

Topplið deildarinnar Hamar stoppaði við í Hólminum í dag til að spila eins og einn leik við Snæfell sem situr í 6. sæti Iceland express deildar kvenna.

Hamarsstúlkur byrjuðu af krafti og komust í 0-10 þegar 5 mín voru liðnar af leiknum og var Kristrún komin með 6 stig en Jaleesa Butler 4 stig. Snæfellsstúlkur voru vægast sagt á hælunum og vantaði alla grimmd í leik þeirra og brá Ingi á það ráð að taka byrjunarliðið útaf.  Rósa setti niður þrist sem voru fyrstu stig Snæfells þegar 3:20 voru eftir og staðan var svo 7-17 fyrir Hamar eftir fyrsta hluta……

[mynd]

Topplið deildarinnar Hamar stoppaði við í Hólminum í dag til að spila eins og einn leik við Snæfell sem situr í 6. sæti Iceland express deildar kvenna.

Hamarsstúlkur byrjuðu af krafti og komust í 0-10 þegar 5 mín voru liðnar af leiknum og var Kristrún komin með 6 stig en Jaleesa Butler 4 stig. Snæfellsstúlkur voru vægast sagt á hælunum og vantaði alla grimmd í leik þeirra og brá Ingi á það ráð að taka byrjunarliðið útaf.  Rósa setti niður þrist sem voru fyrstu stig Snæfells þegar 3:20 voru eftir og staðan var svo 7-17 fyrir Hamar eftir fyrsta hluta.

Snæfellsstúlkur bitu í sig meiri baráttu og náðu að minnka muninn í 21-23 þegar leið á annan leikhluta með pressu sem skilaði þeim fínum leik. Hamarsstúlur voru ekki að fá eins auðveld skot og áður en þeirra flotholt voru Kristrún og Jaleesa með 12 stig hvor í fyrri hálfleik og settu smá sprett í lokinn og staðan varð 26-33 fyrir Hamar. Hjá Snæfelli voru fleiri að skora en Sade Logan var með 5 stig og Inga Muciniece 4 stig.

Staðan var eins uppá teningnum í upphafi þriðja hluta þar sem Hamar réði ríkjum en Snæfell kom ekki boltanum í netið og voru að spila með sínum verri leikjum hingað til. Ekki var það til að kóróna leik Snæfells þegar dómarar leiksins misstu þolinmæðina á Inga Þór þjálfara og dæmdu á hann tæknivillu. Hamar voru komnar í hörkugír áður en Snæfell vaknaði aðeins aftur af værum blundi og fóru að berjast en áttu ekki nóg inni í þá forystu sem Hamar var komið í. Staðan 38-54 fyrir lokahlutann.

Yfirburðir Hamars komu í ljós þegar á leið og þær komust í 20 stiga mun 41-61 þar sem Snæfell hreinlega leyfðu þeim að eiga góðann dag og streittust lítið á móti á sínum verstu köflum. Hamar aftur á móti þáðu góð stig í Hólminum og halda sig á toppnum enn frekar með sigri 54-73 sem hefði getað verið stærri en nógu stór samt.