Snæfellsstúlkur sóttu sætann sigur suður með sjó. -hvað eru mörg ess í því?-

Snæfellsstúlkur sóttu góðan sigur suður með sjó þegar þær mættu Njarðvíkurstúlkum í Iceland Expressdeild kvenna.  Njarðvíkurstúlkur sigruðu fyrri leik liðanna í Stykkishólmi með níu stigum 68-77 eftir að Snæfell höfðu leitt allan leikinn en með mikilli baráttu náðu þær að sigra þann leik.  Njarðvíkurstúlkur með fjóra sigra í fjórða sæti deildarinnar en Snæfell með tvo sigra í sjötta sæti.


 
Snæfellsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti en í lið Njarðvíkur vantaði Ditu Lipkalne.  Berglind og Sade sáu um stigaskorið í upphafi leiks fyrir Snæfell…

Snæfellsstúlkur sóttu góðan sigur suður með sjó þegar þær mættu Njarðvíkurstúlkum í Iceland Expressdeild kvenna.  Njarðvíkurstúlkur sigruðu fyrri leik liðanna í Stykkishólmi með níu stigum 68-77 eftir að Snæfell höfðu leitt allan leikinn en með mikilli baráttu náðu þær að sigra þann leik.  Njarðvíkurstúlkur með fjóra sigra í fjórða sæti deildarinnar en Snæfell með tvo sigra í sjötta sæti.

 
Snæfellsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti en í lið Njarðvíkur vantaði Ditu Lipkalne.  Berglind og Sade sáu um stigaskorið í upphafi leiks fyrir Snæfell og leiddu þær 2-9.  Njarðvík tóku leikhlé og vaknaði Ólöf fyrir Njarðvíkurstúlkur og skoraði 11 stig í fyrsta leikhluta fyrir heimastúlkur, þær komust yfir 15-11 og leiddu að leikhlutanum loknum 20-18.  Snæfell skiptu um varnarleik og sigu framúr, í stöðunni 26-26 kom 0-10 kafli sem skilaði gestunum 32-39 forystu í hálfleik.