Unglingafl. kvenna sigruðu Hauka

Unglingaflokkur kvenna sóttu heim Haukastúlkur sem höfðu sigrað þrjá fyrstu leiki sína og voru því líkt og Snæfellsstúlkur ósigraðar. 

Snæfellsstúlkur voru grimmari aðilinn í þessum leik en slök hittni hjá báðum liðum var aðalsmerki leiksins.  Það var sama í hvernig færi stelpurnar voru, boltinn var ekki að detta.  Hrafnhildur Sif og Berglind Gunnars sáu um stigaskorunina fyrir Snæfell þegar þrettán fyrstu stigin komu í hús, staðan 6-13.  Björg Guðrún setti þrist og staðan 10-16 eftir fyrsta leikhluta.  Snæfellsstúlkur voru duglegar að næla sér í villur og voru stelpurnar í stóru stöðunum allar komnar tvær og þrjár villur….

Unglingaflokkur kvenna sóttu heim Haukastúlkur sem höfðu sigrað þrjá fyrstu leiki sína og voru því líkt og Snæfellsstúlkur ósigraðar.
 

Snæfellsstúlkur voru grimmari aðilinn í þessum leik en slök hittni hjá báðum liðum var aðalsmerki leiksins.  Það var sama í hvernig færi stelpurnar voru, boltinn var ekki að detta.  Hrafnhildur Sif og Berglind Gunnars sáu um stigaskorunina fyrir Snæfell þegar þrettán fyrstu stigin komu í hús, staðan 6-13.  Björg Guðrún setti þrist og staðan 10-16 eftir fyrsta leikhluta.  Snæfellsstúlkur voru duglegar að næla sér í villur og voru stelpurnar í stóru stöðunum allar komnar tvær og þrjár villur.