Snæfell dottnir út úr bikarnum.

Njarðvíkurliðið mætti í Hólminn þar sem leikur við bikarmeistara Snæfells í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins beið þeirra. Njarðvíkingar eru eina liðið sem hefur lagt Snæfellinga í vetur í Iceland express deildinni sem var í Ljónagryfjunni en reyndu sig við heimavöll Hólmara þetta kvöldið. Dómarar voru Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Hreiðarsson en þeir voru að sprikla þrír inná og var þetta bara eins og NBA leikur.

Ryan Amoroso byrjaði leik Snæfells á troðslu og voru Snæfellingar ívið sprækari á fyrstu sprettum leiksins og keyrðu meira á Njarðvík sem hittu ekki vel til að byrja með.  Staðan var þó 7-6 fyrir Snæfell þegar þeir tóku næstu 6 stig og komust í 13-6…..

Njarðvíkurliðið mætti í Hólminn þar sem leikur við bikarmeistara Snæfells í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins beið þeirra. Njarðvíkingar eru eina liðið sem hefur lagt Snæfellinga í vetur í Iceland express deildinni sem var í Ljónagryfjunni en reyndu sig við heimavöll Hólmara þetta kvöldið. Dómarar voru Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Hreiðarsson en þeir voru að sprikla þrír inná og var þetta bara eins og NBA leikur.

Byrjunarliðin voru.
Snæfell:
Nonni, Pálmi, Ryan, Emil, Sean.
Njarðvík: Friðrik, Guðmundur, Rúnar, Jóhann, Christopher.

Ryan Amoroso byrjaði leik Snæfells á troðslu og voru Snæfellingar ívið sprækari á fyrstu sprettum leiksins og keyrðu meira á Njarðvík sem hittu ekki vel til að byrja með.  Staðan var þó 7-6 fyrir Snæfell þegar þeir tóku næstu 6 stig og komust í 13-6. Undir lok fyrsta hluta voru heimamenn svo að gæla við 10 stiga forystuna 26-15. Jóhann Ólafs var með helsta lífsmarki grænna ásamt Chris Smith en lítið flæði var sóknarlega þeim megin. Hjá hvítum voru Nonni Mæju og Ryan þeirra helstu vopn en staðan var 28-20 eftir fyrsta hluta fyrir Snæfell.

Njarðvíkingar komu til baka með 9-0 kafla og löguðu stöðuna 32-29 og jöfnuðu svo leikinn 32-32 og voru ákveðnari í öllu sínu og var Chris Smith heitur ásamt Guðmundi Jónssyni sem setti stórar körfur. Ryan uppskar tæknivillu eftir mótmæli í öðrum hluta og Jóhann Ólafs fékk að líta eitt stykki óíþróttamannslega villu. Snæfelli gekk hins vegar ekki nægilega vel varnarlega en hékdu sér þó tæpu skrefinu á undan í skori þangað til Njarðvík komst einu stigi yfir 45-46. Mikil barátta einkenndi annan hluta og náðu heimamenn að komast yfir á síðustu sekúndunum og leiddi í hálfleikinn 54-51.

Stigahæstir í hálfleik voru hjá Snæfell voru Ryan með 17/8 fráköst, Sean 13 stig og Nonni 12/4 frák. Hjá Njarðvík voru Christopher Smith með 17/10 frák, Jóhann 11 stig og Guðmundur 9 stig.

Njarðvík komu hressari úr leikhléinu og voru að leiða leikinn í upphafi og virtust heldur líklegri til að ná tökum á leiknum en Sean nokkur Burton setti niður þrist af langfæri 64-64 og fékk villu að auki og kom Snæfelli yfir 65-64 með þeim 4 stigum. Eftir það var leikurinn jafn í þriðja hluta en Magnús Gunnarsson kom Njarðvík yfir 74-76 sem var staðan fyrir lokaátökin.

Leikurinn spilaðist jafn og örugglega hjá báðum liðum. Nonni Mæju setti þrjú stig í stöðuna 87-83 og Ryan tvö að auki af vítalínunnni og staðan var 89-83 þegar Njarðvík missti bæði Christopher Smith og Friðrik Stefánsson útaf með 5 villur. Þetta skarð var þeim of mikið þegar um 4 mín voru eftir og Snæfell með forystuna. Guðmundur Jóns fór þá mikinn með tvo þrista og reynda að halda öllu í gangi sín megin og Njarðvík saxaði á 92-91.

Lokamínútan var allsvakaleg í stöðunni 95-93 fyrir Snæfell setur Guðmundur niður svakalegann þrist og staðan 95-96. En Snæfell lagar svo á vítalínunni 97-96. Sean fer útaf með 5 villur þegar 8 sek eru eftir og Maggi Gunnars fær tvö víti sem hann setti niður og staðan 97-98 fyrir Njarðvík.  Snæfell á innkast á miðju og fær Pálmi boltann og Njarðvík nær boltanum eftir missheppnað lay-up og leikurinn endaði 97-98 fyrir Njaðrvík sem sló bikarmeistarana út og eru komnir í 8 liða úrslitin í Poweradebikarnum.