Æfingaleikur mfl.kvenna við Skallagrím

Þar sem kvennalið Snæfells situr hjá í fyrstu umferð í Poweradebikarkeppni KKÍ var ljóst að liðið var ekki með leik í tvær vikur og brugðu því þjálfarar Snæfells á það ráð að leika æfingaleik við meistaraflokk Skallagríms kvenna.  Liðin léku fimmtudagskvöldið 2. desember á eftir bikarleik Skallagríms og Umfn-b sem var hin besta skemmtun.

Sade Logan opnaði leikinn á góðri körfu en það var Berglind Gunnarsdóttir sem sýndi góð tilþrif og skoraði níu stig í röð og kom Snæfell yfir 6-16.  Snæfellsstúlkur spiluðu enga vörn oft á tíðum og var líkt og þær héldu að verkefnið yrði auðveldur leikur.  Það sýndi sig og sannaði að hugarfar leikmanna skiptir sköpum í íþróttum því baráttuglaðar og vinnusamar Skallagrímsstúlkur minnkuðu…..

Þar sem kvennalið Snæfells situr hjá í fyrstu umferð í Poweradebikarkeppni KKÍ var ljóst að liðið var ekki með leik í tvær vikur og brugðu því þjálfarar Snæfells á það ráð að leika æfingaleik við meistaraflokk Skallagríms kvenna.  Liðin léku fimmtudagskvöldið 2. desember á eftir bikarleik Skallagríms og Umfn-b sem var hin besta skemmtun.

 
Sade Logan opnaði leikinn á góðri körfu en það var Berglind Gunnarsdóttir sem sýndi góð tilþrif og skoraði níu stig í röð og kom Snæfell yfir 6-16.  Snæfellsstúlkur spiluðu enga vörn oft á tíðum og var líkt og þær héldu að verkefnið yrði auðveldur leikur.  Það sýndi sig og sannaði að hugarfar leikmanna skiptir sköpum í íþróttum því baráttuglaðar og vinnusamar Skallagrímsstúlkur minnkuðu muninn í 16-23 sem var staðan eftir fyrsta leikhluta og komst svo yfir 28-27 þar sem lítið framlag kom frá leikmönnum Snæfells.  Inga Muciniece og Sade sáu þó til þess að Snæfell leiddu með einu stigi í hálfleik 32-33.