KR hafði betur

Snæfell komst í 5-3 og voru ferskar á fyrsta skrefi. KR sýndu strax að þær væru ekki komnar til að vera í tengivagninum og voru komnar fljótt yfir 7-8 og svo 7-14. Guðrún Gróa og Margrét Kara voru að fara fyrir KR og voru þær yfir eftir fyrsta hluta 9-19. Hjá Snæfelli var engin að taka af skarið og voru að missa boltann illa frá sér.

Snæfell sýndu kraft og dugnað þegar þær söxuðu á niður 19-23 með einbeittari vörn og pressu og voru virkilega að berjast fyrir hverjum bolta og KR brotnaði við það og misstu boltan í hendur Snæfell trekk í trekk….

KR stúlkur komu svífandi í Hólminn sem kom ekki á óvart þar sem mjög gaman er að skella sér á Snæfellsnesið í körfuboltaleik. Þar mættu þær Snæfelli í 6 .sæti en KR er í 3. sæti. Hólmarinn í KR Hildur Sigurðardóttir var ekki með þeim megin en hjá Snæfelli var Borgnesingurinn Rósa Indriðadóttir ekki með vegna meiðsla einnig.

Byrjunarliðin.
Snæfell:
Inga, Björg, Hildur, Sade, Berglind.
KR: Guðrún Gróa, Margrét Kara, Signý, Helga, Hafrún.

Snæfell komst í 5-3 og voru ferskar á fyrsta skrefi. KR sýndu strax að þær væru ekki komnar til að vera í tengivagninum og voru komnar fljótt yfir 7-8 og svo 7-14. Guðrún Gróa og Margrét Kara voru að fara fyrir KR og voru þær yfir eftir fyrsta hluta 9-19. Hjá Snæfelli var engin að taka af skarið og voru að missa boltann illa frá sér.

Snæfell sýndu kraft og dugnað þegar þær söxuðu á niður 19-23 með einbeittari vörn og pressu og voru virkilega að berjast fyrir hverjum bolta og KR brotnaði við það og misstu boltan í hendur Snæfell trekk í trekk. Það var hálfgerð leikleysa eins og einhver sagði seinni part annars hluta þegar mikið var að gerast en lítið um skot og stig. Snæfell hafði saxað á 21-25 þegar Margrét Kara setti góðann þrist fyrir KR og svo var staðan í hálfleik.

Stigahæstar liðanna í hálfleik voru hjá Snæfelli Sade Logan með 10 stig og Berglind Gunnars með 4 stig. Hjá KR Margrét Kara með 12 stig og Guðrún Gróa 7 stig.

Margrét Kara byrjaði seinni hálfleik á þrist og kom KR strax í fína stöðu 21-28 og juku þá forystu og voru komnar áður langt um leið í 31-46 þarsem títt nefnd Margrét Kara var í aðalhlutverki komin með 25 stig og 9 fráköst og staðan 42-52 eftir þriðja leikhluta. Inga Muciniece var að smella tveimur góðum þristum og sýndi að hún getur vel farið út fyrir þá línu. Margrét Kara hafði aftur að móti sett fjóra funheita til að keyra sitt lið áfram.

Í fjórða hluta sótti KR en meira á og voru að leiða leikinn með 10-15 stigum og héldu sínu striki. Snæfell börðust svona þolanlega en ekki nógu mikið púður var til í tunnunni svo að vel væri að þær gætu eitthvað náð að breyta einhverju í leiknum. KR sigraði svo 56-75.

Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell:
Sade Logan 20/6 frák. Inga Muciniece 10/7 frák. Alda Leif 8 stig. Berglind Gunnars og Björg Guðrún 6 stig hvor. Hrafnhildur Sif, Sara Mjöll og Helga Hjördís 2 stig hver og Helga bætti við 8 fráköstum. Aníta Rún, Ellen Alfa og Hildur Björg skorðuð ekki en Hildur tók 6 fráköst.

KR:
Margrét Kara var í þrusustuði og setti niður 34 stig, 12 fráköst og 5 stoðs. Guðrún Gróa var gríðalega seig með 17/6 frák. Signý Hermanns 11/9 frák. Hafrún Hálfdánr 8 stig. Helga Einarsdóttir 7/11 frák. Bergdís Ragnarsd 2 stig. Aðalheiður, Kristbjörg, Sigríður, Rut, Ingunn og Þorbjörg skoruðu ekki.

Dómarar leiksins: Einar Þór Skarphéðinsson og Björn Leósson.

Símon B. Hjaltalín.

Mynd Þorsteinn Eyþórsson.