Tapleikur í Njarðvík hjá Unglfl.kk.

Strákarnir í unglingaflokki mættu til leiks á eftir leik Njarðvíkur og KFÍ í Iceland Expressdeild karla.  Njarðvík höfðu unnið 5 og tapað 1 fyrir leikinn en Snæfell/Skallagrímur unnið 4 og tapað 2, báðum á útivelli.


 
Strákarnir hófu leikinn mjög vel og sóttu hart á maður á mann vörn heimamanna þeir leiddu 6-16, dómgæslan var ekki að fara vel í heimamenn sem uppskáru tæknivíti mjög fljótlega eftir mistök með 24 sekúnda klukkuna og kveikti það í grænum.  Þeir sóttu hart að Vesturlandspeyjunum og minnkuðu muninn í 18-20 en staðan eftir fyrsta leikhluta 18-24…….

Strákarnir í unglingaflokki mættu til leiks á eftir leik Njarðvíkur og KFÍ í Iceland Expressdeild karla.  Njarðvík höfðu unnið 5 og tapað 1 fyrir leikinn en Snæfell/Skallagrímur unnið 4 og tapað 2, báðum á útivelli.

 
Strákarnir hófu leikinn mjög vel og sóttu hart á maður á mann vörn heimamanna þeir leiddu 6-16, dómgæslan var ekki að fara vel í heimamenn sem uppskáru tæknivíti mjög fljótlega eftir mistök með 24 sekúnda klukkuna og kveikti það í grænum.  Þeir sóttu hart að Vesturlandspeyjunum og minnkuðu muninn í 18-20 en staðan eftir fyrsta leikhluta 18-24 þar sem Hlynur Hreinsson var kominn á örskömmum tíma þrjár villur.  Njarðvíkingar hófu að pressa og spila svæðisvörn sem sló gestina algjörlega útaf laginu.  Tapaðir boltar og auðveldar körfur voru aðalsmerki leik Snæfells/Skallagríms.