Monique Martin semur við kvennalið Snæfells í körfu

Kvennaliði Snæfells hefur borist liðstyrkur en það er hún Monique Martin sem hefur samið við kvennalið Snæfells og ætlar að taka með þeim seinni hlutann í Iceland express deildinni.

Monique er Íslenskum körfubolta kunn og spilaði með KR tímabilið 2007-08 og setti t.a.m met í leik gegn Keflavík 12. des 2007 þar sem hún skoraði 65 stig. Hún var með að meðaltali 37 stig, 13 fráköst, 2 stoðsendingar og 4 stolna bolta í 16 leikjum hjá KR.

Monique Martin er ekki komin til landins og óvíst er hvort hún nái í tæka tíð fyrsta leik Snæfells á nýju ári sem er gegn Fjölni og fer fram á morgun 5.janúar í Dalhúsum Grafarvogi kl 19:15.

-sbh-