Níundi sigur Snæfells haustlegur en góður.

Fyrsti leikur ársins í Hólminum og þangað mættu hinir spræku Fjölnismenn sem eru í 9. sæti deildarinnar fyrir leikinn í harðri baráttu. Snæfellingar á toppi deildarinnar og haf sig alla við að halda sér á þeim stalli. Fyrri leikur liðanna í Grafarvogi fór 102-97 fyrir Snæfell.


Leikurinn byrjaði jafn og var farið betur í varnarleikinn hjá báðum liðum sem skilaði litlu skori í upphafi en staðan var 4-4 í smátíma þar til Pálmi setti þrist 7-4. Fyrsti hluti hnífjafn og Fjölnismenn börðust vel og greinilega ekki komnir í Hólminn til að vera æfingakeilur fyrir Snæfellinga en staðan 24-21 eftir fyrsta hluta……..