Björg Guðrún í þriggja stiga keppni og Berglind Gunnars í liði Landsins

Stjörnuleikur kvenna fer fram laugardaginn 15. janúar, Ásgarði Garðabæ. Að venju verður efnt til Þriggjastiga-skotkeppni og munu 16 leikmenn taka þátt að þessu sinni en það eru þær sem hafa bestu prósentu nýtinguna í deildinni.

Björg Guðrún Einarsdóttir tekur þátt í 3ja stiga keppninni en Berglind Gunnarsdóttir hefur verið valin úr röðum Snæfells til að spila í leiknum en þjálfarar liðanna velja 7 leikmenn til viðbótar við þá 5 sem eru valdir í byrjunarliðið í netkosningu. Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamars sér um lið Landsins á móti Reykjanes……. 

Kemur einnig fram á kki.is