Níu leikja sigurhrina Snæfells stöðvuð.

Snæfellingar mættu í Keflavík í fyrsta sinn síðan Íslandmeistaratitillinn vannst þar síðastliðið vor. Lazar Trifunovic var ekki á skýrslu en hafði einmitt verið frá í síðasta leik hjá Keflavík.

Snæfellingar byrjuðu betur með kapteininn fremstan og setti hann fyrstu 5 stig leiksins. Það tóku sig uppmeiðsli hjá Ryan í upphafi leiks og tók hann ekki meira þátt eftir rúmar þriggja mínútna leik. Thomas Sanders kom sínum mönnum á blað og gæti stigaskorsins hjá Keflavík framan af. Leikurinn jafnaðist og komst Keflavík yfir 26-25 en Snæfell leiddi þó eftir fyrsta hluta 26-28 eftir þrist frá Pálma sem kominn var með 11 stig líkt og Sanders hjá Keflavík…..

Snæfellingar mættu í Keflavík í fyrsta sinn síðan Íslandmeistaratitillinn vannst þar síðastliðið vor. Lazar Trifunovic var ekki á skýrslu en hafði einmitt verið frá í síðasta leik hjá Keflavík.

Snæfellingar byrjuðu betur með kapteininn fremstan og setti hann fyrstu 5 stig leiksins. Ryan meiddist í upphafi leiks og tók ekki meira þátt eftir rúmar 3 mín leik. Thomas Sanders kom sínum mönnum á blað og gæti stigaskorsins hjá Keflavík framan af. Leikurinn jafnaðist og komst Keflavík yfir 26-25 en Snæfell leiddi þó eftir fyrsta hluta 26-28 eftir þrist frá Pálma sem kominn var með 11 stig líkt og Sanders hjá Keflavík.

Keflavík fóru hreinlega í annan gír og Snæfell réði ekkert við þá þar sem þeir skoruðu 36 stig gegn 16 og leiddu vel í hálfleik 62-44. Hörður Axel var í ham og hafði sett 13 stig en Thomas Sanders var kominn með 17 stig. Pálmi var kominn með 11 stig fyrir Snæfell og Nonni var með 10 stig í hálfleik.

Eitthvað náðist að saxa á forystu Keflavíkur í þriðja leikhluta þar sem Nonni átti góðann leik fyrir Snæfell og munurinn var orðinn 9 stig fyrir lokahlutann 86-75.

Ekki var hann nú gæfulegur fyrir Snæfellinga og Keflavík gaf bara í, flengdi Snæfell og vann fjórða hluta með 11 stigum 25-14 og sigraði örugglega 112-89. Keflvíkingar voru með 5 menn yfir 10 stigum og var Thomas Sanders þeirra stighæstur með 30 stig. Hörður Axel 17, Sigurður Þorsteins og Þröstur Jóhanns 16 hvor, Jón Nordal 11, Gunnar Einars 9.

Hjá Snæfelli var Nonni Mæju stigahæstur með 18 stig og 13 fráköst. Pálmi 20/7 frák/4 stoðs. Sean 15/7 frák/7 stoðs. Emil og Atli 7 hvor. Svenni 5. Egill 3. Kristján og Daníel 2 hvor. Guðni, GUnnlaugur og Ryan skoruðu ekki.

Símon B. Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson