8. flokkur í öðru sæti í C-riðli í Stykkishólmi

Strákarnir 8. flokki kepptu í C-riðli Íslandsmótsins helgina 22.-23. janúar  heima í Stykkishólmi.  Þetta var þriðja fjölliðamót vetrarins.  Snæfellstrákarnir enduðu í 2. sæti og var það lið Tindastóls sem fór upp í B-riðil.  Snæfellsliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:  Almar, Elías Björn, Eyþór Arnar, Finnbogi Þór, Hafsteinn Helgi, Hinrik Þór, Jón Páll, Marteinn Óli, Ólafur Þórir og Viktor Marinó.

Fyrsti leikur Snæfells var gegn Skallagrími og spiluðu strákarnir frábærlega í þeim leik.  Það var ljóst í upphafi leiks að Snæfell voru tilbúnir og voru miklu grimmari í öllum aðgerðu……………

Strákarnir 8. flokki kepptu í C-riðli Íslandsmótsins helgina 22.-23. janúar  heima í Stykkishólmi.  Þetta var þriðja fjölliðamót vetrarins.  Snæfellstrákarnir enduðu í 2. sæti og var það lið Tindastóls sem fór upp í B-riðil.  Snæfellsliðið var skipað eftirtöldum leikmönnum:  Almar, Elías Björn, Eyþór Arnar, Finnbogi Þór, Hafsteinn Helgi, Hinrik Þór, Jón Páll, Marteinn Óli, Ólafur Þórir og Viktor Marinó.

Fyrsti leikur Snæfells var gegn Skallagrími og spiluðu strákarnir frábærlega í þeim leik.  Það var ljóst í upphafi leiks að Snæfell voru tilbúnir og voru miklu grimmari í öllum aðgerðum heldur en Borgnesingarnir og  spilamennska Snæfells var til fyrirmyndar þar sem boltinn gekk vel á milli manna og hittnin frábær.  Lokatölur voru 62-42 Snæfelli í vil.
Stigaskor Snæfells:
Ólafur Þórir 25 stig, Hafsteinn Helgi 12, Almar 9, Finnbogi Þór 4, Eyþór Arnar 4, Viktor Marinó 4, Elías Björn 2 og Jón Páll 2.


Seinni leikurinn á laugardeginum var gegn Tindastóli.  Leikurinn var jafn í byrjun og lítið skorað.  En eftir því sem leið á leikinn náðu Stólarnir fastari tökum á leiknum en Snæfell ekki að spila vel og búið að láta taka sig út úr  sínum leik.  Tindastóll hafði á endanum öruggan sigur 43-21.
Stigaskor Snæfells:
Viktor Marinó 5 stig, Hinrik Þór 4, Hafsteinn Helgi 3, Ólafur Þórir 3, Almar 2, Jón Páll 2 og Finnbogi Þór 2.


Á sunnudeginum  mætti Snæfell fyrst liði Ármanns.  Strákarnir voru staðráðnir í því að gera betur en í Tindastólsleiknum.   Varnarleikur Snæfells í leiknum var með besta móti og náði Snæfell fljótt forystu í leiknum og létu hana aldrei af hendi.  Flottur sigur Snæfells 50-21.
Stigaskor Snæfells:
Viktor Marinó 16 stig, Ólafur Þórir 12, Hafsteinn Helgi 8, Finnbogi Þór 6, Hinrik Þór 4, Marteinn Óli 2, Eyþór Arnar 1 og Jón Páll 1.


Síðasti leikurinn á mótinu var gegn FSU.  Snæfell náði fljótt góðri forystu eins og í hinum tveimur sigurleikjunum og sigruðu leikinn örugglega 49-22.
Stigaskor Snæfells:
Ólafur Þórir 11 stig, Elías Björn 10, Viktor Marinó 10, Hafsteinn Helgi 6, Jón Páll 4, Marteinn Óli 4, Eyþór Arnar 2, Finnbogi Þór 2.


Snæfellsstrákarnir spiluðu vel á þessu móti fyrir utan leikinn á móti Tindastóli.  2. sætið staðreynd sem er besti árangur liðsins í vetur.  Liðið hefur tekið miklum framförum það sem af er vetri og það er alveg klárt að þeir eiga eftir að bæta sig enn meira ef þeir eru duglegir að mæta á æfingar.  Næsta mót hjá þeim verður í mars, þar sem stefnan verður sett á að komast upp í B-riðil.