Snæfell gefa ekki toppsætið eftir.

Tindastóll átti fyrstu stig leiksins, byrjuðu af krafti og keyrðu upp tempóið í leiknum. Snæfell hins vegar réðu við þann leik og komust strax í 7-2. Leikurinn jafnaðist fljótt og var staðan 13-13 þegar rúm mínúta var eftir af fyrsta hluta en 18-18 var staðan þegar fjórðungnum lauk. Dragoljub Kitanovic og Hayward Fain stjórnuðu leik norðanmanna en hjá Hólmurum voru efstir á blaði Nonni Mæju og Pálmi Freyr. Þegar staðan var 26-26 var leikurinn í þvílíkum járnum að þetta var stál í stál og mikill “karakter” í liðunum sem spiluðu hraðann bolta….

[mynd]

Snæfell sem leiða Iceland express deildina með naumasta mun tóku á móti stígandi liði Tindastóls sem komust að norðan yfir Laxárdalsheiðina í Stykkishólm. Í liði Snæfells var hinn mikli baráttujaxl Baldur Þorleifsson aðstoðarþjálfari kvennaliðsins kominn á skýrslu en Ryan Amoroso sem fyrr að ná sér góðum af meiðslum.

 

Byrjunarlið leiksins.

Snæfell: Nonni, Pálmi, Sveinn, Emil, Sean.

Tindastóll: Helgi Freyr, Friðrik, Svavar, Dragoljub, Sean.

 

Tindastóll átti fyrstu stig leiksins, byrjuðu af krafti og keyrðu upp tempóið í leiknum. Snæfell hins vegar réðu við þann leik og komust strax í 7-2. Leikurinn jafnaðist fljótt og var staðan 13-13 þegar rúm mínúta var eftir af fyrsta hluta en 18-18 var staðan þegar fjórðungnum lauk. Dragoljub Kitanovic og Hayward Fain stjórnuðu leik norðanmanna en hjá Hólmurum voru efstir á blaði Nonni Mæju og Pálmi Freyr.

 

Þegar staðan var 26-26 var leikurinn í þvílíkum járnum að þetta var stál í stál og mikill “karakter” í liðunum sem spiluðu hraðann bolta. Snæfellingar misstu þá Emil Þór útaf í meiðsli en hann tognaði aftan í kálfa. Þeir spýttu samt í lófana, ekki í alvöru þó, en bættu  í leikinn og tókst að vera yfir í hálfleik 37-30 og hressandi leikur í gangi í Hólminum.

 

Hjá Snæfellingum var Jón Ólafur kominn með 10/7 frák, Pálmi Freyr 9 og Sean 7. Innkomu Snæfells í öðrum hluta átti þó Daníel Kazmi sem kom og tók 5 fráköst á þeim 6 mín sem hann var búinn að spila. Hjá Tindastól voru þrír búnir að skora í liðinu Kitanovic 13/7 frák. Hayward Fain 11 og Sean Cunningham 6.

 

[mynd]

 

Tindastóll jafnaði strax í upphafi þriðja hluta 37-37 og gaman að sjá baráttuna sem býr í því liði. Snæfell bitu þó frá sér strax og komust í 46-37. Friðrik Hreinson sá til þess með þremur þristum að halda sínu liði við efnið en Nonni, Sean og Pálmi svöruðu hinu megin.

 

Friðrik Hreinsson lét svo flauta sig út úr leiknum í þriðja hluta með óíþróttamannslegri villu, broti á Sean Burton í þriggja stiga skoti sem hann fyldi eftir með tæknivillu fyrir kjaftbrúk. Sean aftur á móti hrökk í gang og var kominn með 22 stig áður en leikhlutinn var úti og Snæfell leiddi naumt 68-62.

 

Tindastóll gerði áhlaup í uppahfi fjórða hluta líkt og áður og náðu fyrstu fjórum stigum leiksins og náðu að saxa á 68-66. Líkt og áður í leiknum settu Snæfell stoppmerkið upp og komust í 81-68 með flottum sóknarleik frá Nonna og félögum.

 

Dæmd var tæknivilla á bekkinn hjá Tindastóli eftir smá samtal um tímavörslu en Tindastóll voru ekki langt á eftir Snæfelli 85-75, fjör og stuð, troðslur frá Svenna og Nonna Snæfellsmegin og Hayward Fain og Kitanovic Tindastólsmegin. Tindastóll nálgaðist svo 86-81 en ekki þegar Daníel Kazmi er í húsinu sem setti sjóðheitann þrist á góðu augnabliki og annann til. Snæfell sýndu mikinn “karakter” eftir tap úr síðasta leik, tók svo sigurinn heim eins og sagt er 99-85 og fá að sitja einir á toppi deildarinnar.

 

Dómarar leiksins: Einar Þór Skarphéðinsson og Davíð Hreiðarsson.

 

Tölfræði leikmanna.

 

Snæfell:

Sean Burton 35/7 frák/7 stoðs. Jón Ólafur Jónsson 25/11 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/4 frák/7 stoð. Sveinn Arnar Davíðsson10/9 frák/4 stoðs. Daníel Ali Kazmi 6/5 frák. Emil Þór Jóhannson 5. Atli Rafn Hreinsson 2. Guðni Sumarliðason 0. Magnús Ingi Hjálmarsson 0. Egill Egilsson 0. Birgir Pétursson 0. Baldur Þorleifsson 0.

 

Tindastóll:

Dragoljub Kitanovic 30/9 frák/6 stolnir.  Hayward Fain 24/10 frák/5 stoðs/4 stolnir. Friðrik Hreinsson 11/3 frák. Sean Cunningham 9/6 stoðs/5 stolnir. Helgi Rafn Viggósson 8/4 frák. Hreinn Gunnar Birgisson 3. Jónas Rafn Sigurjónsson 0. Ingvi Rafn Ingvarsson 0. Helgi Freyr Margeirsson 0. Svavar Atli Birgisson 0. Halldór Halldórsson 0.

 

Símon B. Hjaltalín.

Myndir. Þorsteinn Eyþórsson.

 

[mynd]