Njarðvík hirti stigin í hörkuleik.

Liðin í fyrsta og öðru sæti b-riðils Iceland express deildar kvenna, Snæfell og Njarðvík, mættust í Hólminum í dag. Snæfell er enn með 16 stig en Njarðvík sem var með 12 stig en núna 14 stig horfir hungruðum augum á efsta sæti riðilssins eftir 78-81 sigur þar sem þær Shayla Fields sem var með 34 stig fyrir grænar og Monique 33 stig fyrir heimastúlkur voru funheitar.

Njarðvíkurstúlkur voru ekki komnar til að sjá hvort búið væri að opna pylsuvagninn Meistarann og var Dita Liepkalne fersk strax í upphafi með 3 stig og 4 fráköst og Njarðvík komnar í 11-6….

[mynd]

Liðin í fyrsta og öðru sæti b-riðils Iceland express deildar kvenna, Snæfell og Njarðvík, mættust í Hólminum í dag. Snæfell er enn með 16 stig en Njarðvík sem var með 12 stig en núna 14 stig horfir hungruðum augum á efsta sæti riðilssins eftir 78-81 sigur þar sem þær Shayla Fields sem var með 34 stig fyrir grænar og Monique 33 stig fyrir heimastúlkur voru funheitar.

Byrjunarlið leikisns.
Snæfell:
Alda, Berglind, Monique, Helga, Hildur.
Njarðvík: Ólöf, Julia, Dita, Shayla, Árnína.

Njarðvíkurstúlkur voru ekki komnar til að sjá hvort búið væri að opna pylsuvagninn Meistarann og var Dita Liepkalne fersk strax í upphafi með 3 stig og 4 fráköst og Njarðvík komnar í 11-6. Laura Audere glímdi við smávægileg eymsli og byrjaði ekki inná í dag fyrir Snæfell en kom svo inn þegar á leið. Snæfellsstúlkurnar tóku leikhlé fljótt í upphafi leiks og eftir það jöfnuðu þær 13-13, komust yfir 15-13 og ætluðu sér að vera með í leiknum og náðu að vera yfir eftir fyrsta hluta 25-22. Mikið jafnræði með liðunum þar sem Monique og Dita drógu vagna sinna liða.

Snæfellsstúlkur komust í 34-29 en bæði lið voru að berjast vel í upphafi annars hluta. Jafnræðið í leiknum sýndi sig þegar Njarðvík komust yfir 38-42 en allt var jafnt í járnum fram að því og staðan 40-42 fyrir Njarðvík í hálfleik.

Í hálfleik voru stigahæstu leikmenn Snæfells, Monique Martin með 20 stig og 9 fráköst, Hildur Björg og Laura Audere með 7 stig hvor. Hjá Njarðvík var Dita Liepkalne með 16 stig og 9 fráköst, Shayla Fields og Julia Demirer 9 stig hvor.