Haukar vængstýfðir í Hólminum. -„Bravó“ sagði Pálmi Freyr-

Snæfell geystust af stað í stöðunni 7-5 og breyttu fljótt í 16-5 og svo 19-7 með skytturnar sjóðheitar og vörnina í lagi. Haukarnir reyndu að stemma sig af í slakri vörninni undir lokin á fyrsta hluta en sóknarleikur Snæfells var hraður og boltinn fékk að rúlla vel og greinilegt að breiddin að aukast mikið hjá þeim. Staðan 28-16 eftir fyrsta hluta.

Snæfell slökuðu ekki á taumnum í upphafi annars hluta og áttu fyrstu sex stigin og komust í 34-16. Haukar reyndu hvað þeir gátu að rétta sinn hlut og tóku leikhlé þegar staðan var orðin 44-24 fyrir Snæfell þar sem Emil Þór hafði komið inná og sett fimm stig strax….

Haukar fóru langleiðina á Breiðafjarðamið eða nánar tiltekið í Stykkishólm þar sem Snæfellingar biðu í ofvæni loksins með engann á meiðslalista þar sem Emil Þór og Ryan Amoroso komu aftur inn í liðið. Haukar hafa til alls líklegir og greinilega ekki ætlunin að slefa inni í úrslitakeppnina. Fyrri leikur liðanna að Ásvöllum fór 89-105 fyrir Snæfell og Haukar-tv voru mættir til að gera leiknum góð skil.

Byrjunarlið leiksins.

Snæfell: Pálmi, Nonni, Svenni, Sean, Zeljko.
Haukar: Semaj, Gerald, Haukur, Sveinn, Emil.

Snæfell geystust af stað í stöðunni 7-5 og breyttu fljótt í 16-5 og svo 19-7 með skytturnar sjóðheitar og vörnina í lagi. Haukarnir reyndu að stemma sig af í slakri vörninni undir lokin á fyrsta hluta en sóknarleikur Snæfells var hraður og boltinn fékk að rúlla vel og greinilegt að breiddin að aukast mikið hjá þeim. Staðan 28-16 eftir fyrsta hluta.

Snæfell slökuðu ekki á taumnum í upphafi annars hluta og áttu fyrstu sex stigin og komust í 34-16. Haukar reyndu hvað þeir gátu að rétta sinn hlut og tóku leikhlé þegar staðan var orðin 44-24 fyrir Snæfell þar sem Emil Þór hafði komið inná og sett fimm stig strax. Robinson og Sveinn Ómar voru að draga vagn Hauka framan af en Semaj Inge fór að sýna rispur í öðrum hluta og greinilegt að það vantaði mikið meira framlag frá öllum í Haukum ef ekki ætti illa að fara. Engu að síður var eins og enginn væri morgundagurinn hjá Snæfelli sem leiddu í hálfleik 56-32 og stórmunur á liðunum í kvöld.

Atkvæðamestir fyrir Snæfell í hálfleik voruPálmi Freyr með 15 stig, Sean Burton 10 stig og 9 stoðs og Nonni Mæju 10 stig. Hjá Haukum var Gerald Robinson með 10 stig og þeir Semaj Inge, Sveinn Ómar og Davíð Páll með 6 stig hver.

Emil Barja reyndi að halda mönnum við efnið í Haukum sem voru sprækari í upphafi þriðja hluta og virtust ætla að láta til sín taka með Semaj Inge nokkuð hressari núna. Snæfellingar voru nú ekki á því þrátt fyrir að setja ekki niður körfurnar í upphafi. Það háði þeim ekki að koma til baka og komast í 30 stiga mun 79-49 þar sem Sean Burton og Egill Egils settu fallega þrista, en sá fyrrnefndi var að leiða liðið gríðalega vel. Snæfell leiddi 83-55 fyrir lokafjórðunginn.

Leikurinn róaðist hægt og rólega niður eftir því sem leið á fjórða hluta en Snæfell hélt forystunni  og bættu heldur betur í og virtist hreinlega komið að dánarfregnum og jarðarförum hjá Haukum þegar Snæfell komst í 40 stiga mun en löngu fyrir það voru úrslitin ráðin í leiknum.

Snæfell kláraði þetta auðveldlega 119-77 þar sem Haukar fengu kennslustund og greinilegt að Snæfellsliðið hefur endurheimt fyrri styrk. Haukarnir voru einfaldlega slakir varnarlega gegn stórsóknum Snæfells og var líkt og þeir hafi verið píndir til að mæta í leikinn þrátt fyrir að hafa sýnt fína leiki upp á síðkastið. Snæfell áfram efstir í deildinni og ósigraðir á heimavelli á meðan Haukar falla niður um sæti í 7. sætið þar sem Njarðvík fer í 6. sætið eftir sinn sigur.

Eftrir leikinn var einfalt viðtalið við Pálma Frey fyrirliða Snæfells sem vildi einungis láta hafa eftir sér tvö orð um leiknn sem segja allt sem segja þarf. „Bravó liðsheild“

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Halldór Geir Jensson sem hafa séð betri daga.

Helsta skor og tölfræði leikmanna.

Snæfell:
Sean Burton var þremur fráköstum frá þrennunni með 29 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar. Ryan Amoroso 21 stig. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 20/4 frák/5 stoðs. Nonni Mæju 14/4 frák. Emil Þór Jóhannsson 9 stig. Atli Rafn Hreinsson 6/3 stoðs. Zeljko Bojovic 6/9 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 5/12 frák/7 stoðs. Egill Egilsson 5 stig. Hlynur Hreinsson 2 stig.  Daníel Kazmi 2 stig. Baldur Þorleifsson 0.

Haukar:
Gerald Robinsson dró vagninn fyrst um sinn og endaði með 24/11 fráköst. Semaj Inge kom sterkari inn í seinni hlutann 22/4 frák/5 stoð. Emil Barja 8/4 frák. Sveinn Ómar Sveinsson 8/3 frák. Davíð Páll Hermannsson 8 stig. Haukur Óskarsson 3. Siguður Þór Einarsson 2. Guðmundur Sævarsson 2. Óskar Magnússon 0. Alex Ívarsson 0. Andri Freysson 0.

Símon B. Hjaltalín.
Mynd. Þorsteinn Eyþórsson