Herra og dömukvöld Snæfells verður haldið 12. mars n.k á Hótel Stykkishólmi.

Það verður boðið upp á mikla veislu og er alveg ljóst að eftir skipulagsvinnu síðustu vikna að allir eigi eftir að skemmta sér gríðalega vel. Núna er frábært tækifæri fyrir alla stuðningsmenn Snæfells að hrista sig saman eftir flotta deildarkeppni og koma sér í gírinn fyrir magnaða úrslitakeppni sem er framundan hjá bæði meistaraflokki karla og kvenna.

Meðal dagsrárliða eru:

Tónlistaratriði með Svenna og Daða ásamt fleirum.

Vínardrengjakórinn margfrægi.
Stórglæilegt uppboð.
Mjög landsþekktur leynigestur.
Stórdansleikur á eftir með stuðbandinu Sólon…..

Herra og dömukvöld Snæfells verður haldið 12. mars n.k á Hótel Stykkishólmi.

Þar verður boðið upp á mikla veislu og er alveg ljóst að eftir skipulagsvinnu síðustu vikna að allir eigi eftir að skemmta sér gríðalega vel. Núna er frábært tækifæri fyrir alla stuðningsmenn Snæfells að hrista sig saman eftir flotta deildarkeppni og koma sér í gírinn fyrir magnaða úrslitakeppni sem er framundan hjá bæði meistaraflokki karla og kvenna.

Boðið er uppá flottann hlaðborðsmatseðil að hætti kokksins á hótelinu sem inniheldur lambakjöt, lax, súkkulaði og eplaköku.

Meðal dagskrárliða eru:

Tónlistaratriði með Svenna og Daða ásamt fleirum.
Vínardrengjakórinn margfrægi.
Stórglæilegt uppboð.
Mjög landsþekktur leynigestur.
Stórdansleikur á eftir með stuðbandinu Sólon.
Þetta er brot af þéttsetinni dagskrá kvöldsins.

Veislustjórn karlakvöldsins er í höndum Indriða Jósafatssonsar þeim mikla stuðmanni úr Borganesi og föður Rósu Kristínar.

Veislustjórn hjá dömunum verða Berglind Lilja Þorbergsdóttir og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir.