Nettómótið Reykjanesbæ.

Nettómótið fer fram 5-6 mars n.k og verða í ár 55 krakkar sem taka þátt í 10 liðum sem Snæfell sendir á mótið. Það er heilmikil dagskrá á mótinu og bíða krakkarnir með eftirvæntingu eftir þessu móti.

Á mótinu er leikið um allan Reykjanesbæ, farið í sund, bíó, leikjahöllin verður á sínum stað og síðan eru pizzuveisla, kvöldvaka og allur pakkinn á flottasta móti ársins fyrir krakka 6-11 ára.

Þeir foreldrar sem ekki hafa fengið bækling um mótið geta nálgast hann útí íþróttahúsi.
Þjálfarar/Liðsstjórar munu selja Snæfells-tattúin 
Mótið hefst klukkan 08:00 á laugardagsmorgun og lýkur með lokaathöfn sem hefst 15:30.