Snæfell deildameistarar 2011

Hamarsmenn voru mættir á Snæfellsnesið með það í huga að fallið í 1. deild væri farin að toga í þá og ekki á auðveldann heimavöll að fara í Stykkishólm. Snæfellingar sýndu veikleikamerki í síðasta leik og voru sundurspilaðir sterkum Stjörnumönnum en eru þó eina liðið sem hefur heimavígið taplaust í Iceland express deildinni eftir leik kvöldsins sem þeir sigruðu 76-64 og alls ekki með auðveldum hætti þar sem Hamarsmenn sýndu oft góða takta og reyndu hvað þeir gátu að halda sæti sínu í deildinni.

Snæfell virtust ætla að byrja með látum og byrjuð vel en fóru svo aðeins hraðar en þeir höfðu tök á og virtust ráðavilltir í sóknum sérstaklega. Ekki skal tekið af Hamarsmönnum góð baraátta og skipulag í leik sínum til að byrja með. Snæfell jók bilið eilítið og voru komnir í 19-11 en Hamar……

Hamarsmenn voru mættir á Snæfellsnesið með það í huga að fallið í 1. deild væri farin að toga í þá og ekki á auðveldann heimavöll að fara í Stykkishólm. Snæfellingar sýndu veikleikamerki í síðasta leik og voru sundurspilaðir sterkum Stjörnumönnum en eru þó eina liðið sem hefur heimavígið taplaust í Iceland express deildinni eftir leik kvöldsins sem þeir sigruðu 76-64 og alls ekki með auðveldum hætti þar sem Hamarsmenn sýndu oft góða takta og reyndu hvað þeir gátu að halda sæti sínu í deildinni.

Snæfell virtust ætla að byrja með látum og byrjuð vel en fóru svo aðeins hraðar en þeir höfðu tök á og virtust ráðavilltir í sóknum sérstaklega. Ekki skal tekið af Hamarsmönnum góð baraátta og skipulag í leik sínum til að byrja með. Snæfell jók bilið eilítið og voru komnir í 19-11 en Hamar komu ferskir til baka á síðustu metrunum og staðan 19-17 eftir fyrsta hluta.

Barátta fyrir veru sinni í deildinni hélt í Hamarsmönnum á lífi og voru þeir einkar sprækir og börðust fyrir hverjum bolta. Staðan var 21-21 engu að síður og liðin skiðtust á að skora. Snæfell missti boltann illa á köflum og voru snögglega komnir með alls 9 stykki með lélegum sendingum og slökum samleik og Ingi Þór sá kost sinn vænstann að taka tíma í spjall.

Snæfell var komið yfir 31-25 en Hamar snéri því sér í hag með 10-0 kafla og komust yfir með látum 31-32 og svo 31-35 með stórþrist frá Devin Sweetney sem var að leiða Hamar ásamt Darra Hilmars í stigaskori en allir leikmenn tilbúnir á tánum. Annar hluti var gríðalega jafn og eins og það gætti pirrings innan raða Snæfellinga sem líkaði illa að vera í eltingaleik en  staðan 36-39 fyrir Hamar í hálfleik sem barðist vel fyrir sínu.

Atkvæðahæstu leikmenn liðanna í hálfleik voru hjá Snæfelli Nonni Mæju 9 stig og 12 fráköst, Pálmi Freyr 8 stig. Hjá Hamri Devin Sweetney 13 stig og 6 frák, Darri Hilmars 13 stig.

Allt annað var að sjá leik Snæfells í upphafi þriðja hluta en tveir þristar frá Zeljko Bojovic héldu Snæfelli við efnið þar sem Hamarsmenn voru ekki til í að brjóta sig niður og jafnt var á með liðunum 50-50. Snæfell komst þá í smá sprett með hertri vörn og virtust eiga öll fráköst á vellinum síðustu tvær mínútur þriðja hluta og staðan 59-50 þegar flautann gall.

Snæfell voru komnir á bragðið eftir 13-0 sprett og komust í 63-50 og svo 65-52 þegar Ágúst tók leikhlé til að stilla af sína menn en lítið féll með Hamri sem voru komnir sömu stöðu og Snæfell fyrr í leiknum, misstu boltann frá sér og ekkert ofaní.  Devin dró þó vagninn og setti þrist fyrir 70-60 og Hamar setti upp pressu síðustu mínútuna. Snæfell lét það ekki trufla sig og náðu að halda forystunni til loka og leikurinn endaði 76-64 fyrir Snæfell.

Snæfell fengu deildameistartitil Iceland express deildarinnar 2011 afhentann af Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Guðbjörgu Norðfjörð varaformanni sem gerðu sér ferð í Hólminn ef ske kynni að leikar færu svo sem varð úr að ÍR lagði KR sem gaf Snæfelli titilinn í ár. En þess má geta að KR Snæfell mætast í síðustu umferðinni.

Til hamingju Snæfellingar.

Dómarar leiksins: Jón Guðmundsson og Einar Þór Skarphéðinsson.

Helsta tölfræði leikmanna.

Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/5 fráköst/3 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson 13/16 fráköst. Zeljko Bojovic 12/6 fráköst. Ryan Amoroso 12/8 fráköst. Sveinn Arnar Davíðsson 8/8 fráköst. Sean Burton 6/4 fráköst/6 stoðsendingaar. Emil Þór Jóhannsson 5 stig. Atli Rafn Hreinsson 4 stig. Birgir Pétursson 0. Baldur Þorleifsson 0. Egill Egilsson 0. Daníel Ali Kazmi 0.

Hamar: Devin Sweetney 24/8 fráköst/3 stoðsendingar. Darri Hilmarsson 15/7 fráköst. Ragnar Á. Nathanaelsson 8/7 fráköst. Ellert Arnarson 6/5 fráköst/5 stoðsendingar. Svavar Pálsson 5 stig. Lárus Jónsson 4/4 stoðsendingar. Stefán Halldórsson 2stig. Bjarni Lárusson 0. Mikael Kristjánsson 0. Bjartmar Halldórsson 0.

Pálmi Freyr fyrirliði Snæfells var að vonum kátur með löndun á erfiðum leik sinna mann og aðspurður um samleik sinna manna, sem var ekki upp það besta í fyrri hálfleik, sagði hann:

“Mér fannst við byrja leikinn vel fyrstu 6 mínúturnar en svo var eins við hættum að gera þessa einföldu hluti og við fengum á okkur auðveldar körfur, hættum að láta boltann ganga og slökuðum bara á fannst mér. Hamarsmenn voru þá auðvitað ekki lengi að jafna leikinn og við vorum eitthvað pirraðir á að þetta væri orið að leik þannig.”

Deildarmeistaratitillinn í höfn og KR úti í síðasta leik sem hjálpuðu til með að tapa tveimur síðustu leikjum, verður sótt vel á þeim leik?

“Já já auðvitað verður farið á fullu í þann leik eins og hvern annan leik og það verður fjörugur leikur eins og oft á milli þessara liða sem eru í fyrsta og öðru sæti en við förum til að vinna það er alveg klárt.”

Símon B. Hjaltalín.

Mynd. Þorsteinn Eyþórsson.