14 stiga tap í Smáranum

Strákarnir í unglingaflokki karla eru í harðri baráttu um laust sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins og þeir mættu Blikum í kópavogi laugardaginn 5. mars þar sem þeir töpuðu 83-69.  Kristján Pétur Andrésson var stigahæstur með 20 stig.

Varnarleikurinn var í aðal hjá báðum liðum í upphafi leiks og lítið skorað, Arnar Pétursson var áberandi í leik heimamanna en í stöðunni 9-8 skoruðu Blikar 13-2 og leiddu 22-10.  Birgir Þór og Egill Egils löguðu stöðuna fyrir lok fyrsta leikhluta og staðan 22-17.  Aftur náðu Blikar góðri forystu sem Snæfells/Skallagrímsmenn náðu alltaf að minnka niður og minnst í 30-27, 9-0 kafli heimamanna í lok fyrri hálfleiks tryggði …….

Strákarnir í unglingaflokki karla eru í harðri baráttu um laust sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins og þeir mættu Blikum í kópavogi laugardaginn 5. mars þar sem þeir töpuðu 83-69.  Kristján Pétur Andrésson var stigahæstur með 20 stig.

Varnarleikurinn var í aðal hjá báðum liðum í upphafi leiks og lítið skorað, Arnar Pétursson var áberandi í leik heimamanna en í stöðunni 9-8 skoruðu Blikar 13-2 og leiddu 22-10.  Birgir Þór og Egill Egils löguðu stöðuna fyrir lok fyrsta leikhluta og staðan 22-17.  Aftur náðu Blikar góðri forystu sem Snæfells/Skallagrímsmenn náðu alltaf að minnka niður og minnst í 30-27, 9-0 kafli heimamanna í lok fyrri hálfleiks tryggði þeim 39-27 forystu í hálfleik þar sem lykilmenn Snæfells/Skallagríms voru ekki að finna sig.

Kristján Pétur skoraði grimmt og með góðum stoppum náðu strákarnir muninum niður í 44-39 og staðan eftir þriðja leikhluta 52-48.  Allir leikmenn tóku þátt og voru þeir í misjöfnum gír.  Arnar Pétursson var drjúgur í stigaskorinu í byrjun fjórða leikhluta og fyrir hans tilstuðlan leiddu þeir um miðjan leikhlutann 66-52. Þann mun náðu Snæfells/Skallagrímsmenn ekki að saxa niður og Blikar sigruðu 83-69 eða með sama mun og þeir töpuðu í Hólminum.  

Baráttan í unglingaflokki er hörð og mörg lið sem eru að keppa um síðustu fjögur sætin í deildinni sem tryggir þeim í úrslit helgina 8.-10. apríl.

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Kristján Pétur Andrésson 20 stig, Guðni Sumarliðason 14, Egill Egilsson 13, Snjólfur Björnsson 6, Birgir Þór Sverrisson og Elfar Ólafsson 5, Birgir Pétursson 4 og Davíð Guðmundsson 3.  Magnús Ingi Hjálmarsson og Hlynur Hreinsson skoruðu ekki.

Stigaskor Breiðablik: Arnar Pétursson 29 stig, Snorri Hrafnkelsson 23, Hraunar Guðmundsson 13 stig, Ágúst Orrason 12, Ívar Hákonarson 5 og Gústav Davíðsson 2.