Erfið byrjun en endaði á sigri Snæfells.

Snæfellingar höfðu erfiðan sigur í fyrsta leik gegn Haukum í 8 liða úrslitum Iceland expressdeidinnar og leiða einvígið 1-0, lokatölur 76-67. Haukar byrjuðu af vel og slógu íslandsmeistrarana út af laginu með kröftugum leik. Snæfellingaar máttu þakka fyrir að komast inn í leikinn en náðu þó að snúa leiknum sér í hag hægt og bítandi. Ryan Amoroso var með 18 stig fyrir Snæfellinga en Gerald Robinson með 24 stig fyrir Hauka.

Snæfellingar byrjuðu titilvörnina í úrslitakeppninni með buxurnar á hælunum. Í hröðum leik Haukanna réðu Snæfellingar lítið við leikinn og misstu boltann á móti sterkri vörn Hauka….

[mynd]

Snæfellingar höfðu erfiðan sigur í fyrsta leik gegn Haukum í 8 liða úrslitum Iceland expressdeidinnar og leiða einvígið 1-0, lokatölur 76-67. Haukar byrjuðu af vel og slógu íslandsmeistrarana út af laginu með kröftugum leik. Snæfellingaar máttu þakka fyrir að komast inn í leikinn en náðu þó að snúa leiknum sér í hag hægt og bítandi. Ryan Amoroso var með 18 stig fyrir Snæfellinga en Gerald Robinson með 24 stig fyrir Hauka.

Byrjunarlið leiksins.
Snæfell: Nonni, Pálmi, Sean, Ryan, Emil.
Haukar: Gerald, Semaj, Haukur, Örn, Sævar.

Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Þór Skarphéðinsson.

Snæfellingar byrjuðu titilvörnina í úrslitakeppninni með buxurnar á hælunum. Í hröðum leik Haukanna réðu Snæfellingar lítið við leikinn og misstu boltann á móti sterkri vörn Hauka. Gengu gestirnir á lagið og voru komnir í 4-9 og svo 9-16 með Gerald Robinsson og Örn Sigurðarsson fremsta. Haukar voru að berjast vel og allt annað líf í liðinu en þegar þeir lágu með 42 stigum í síðasta leik í Hólminum. Semaj Inge og Gerald Robinson höfðu báðir sýnt fimi sýna í loftinu og allt var í gangi Haukamegin. Staðan var 15-24 fyrir Hauka eftir fyrsta hluta.

Sean Burton snéri á sér ökklann þegar flautan gall við eftir fyrsta hluta og lá útaf með kælingu og kom ekki meira við sögu í leiknum. Staðan var orðin 20-32 fyrir Hauka þegar Snæfell ákváðu að gera eitthvað til bíta frá sér og náðu að saxa á 31-34 með fleiri varnarfráköstum. Zeljko Bojovic og Egill Egils sáu um stóru skotin hjá Snæfelli sem komust yfir 38-37 eftir þrist frá Agli og Haukar slegnir aðeins út af laginu. Staðan var þó Hafnfirðingum í hag 40-41 í hálfleik þar sem Pálmi Freyr setti niður lay-up undir lokin og minnkaði muninn og virtist brotthvarf Sean Burton ekki trufla Snæfell.

Hjá Snæfelli var Ryan Amoroso kominn með 11 stig og þeir Nonni Mæju, Egill Egils og Zeljko Bojovic 6 stig hver.  En hjá Haukum var Gerald Robinson kominn með 13 stig og 6 fráköst en Örn Sigurðarson 9 stig og Semaj Inge 8 stig. Haukar höfðu átt 19 fráköst þar af 9 í sókn sem þeir nýttu vel en Snæfell var komið með 13 fráköst.