Slappir Snæfellingar gegn þokkalegum Haukum og oddleikur staðreynd

Haukar komust á fullt í upphafi leiks og áttu 8-0 sprett og svo 10-2 þar sem Örn Sigurðarson setti allt sitt ofan í en Snæfell náði að saxa á 12-10 með þrist frá Sean Burton. Pálmi Freyr átti svo þrist fyrir 12-13 strax á eftir. Leikurinn var jafn og skemmtilegur hjá báðum liðum og mikil barátta. Staðan var 19-19 undir lok fyrsta hluta en svo 19-21 fyrir Snæfell eftir hraðaupphlaup og lay-up frá Zeljko Bojovic áður en flautan gall.

Snæfellingar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega um stund í öðrum hluta en lítið gekk að koma boltanum ofan í á meðan Haukar fengu auðveldar körfur undir of vörn Snæfells ekki nógu þétt…..

Staðan fyrir leikinn 1-0 fyrir Snæfelli eftir sigur í síðasta leik 76-67 en sá leikur var ekki auðveldur Snæfellingum og eitthvað vöknuðu þeir örugglega við það. En sigur í þessum leik myndi þýða undanúrslitasæti fyrir Snæfell en oddleik fyrir Hauka. Sean Burton var mættur í búning og í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið leiksins:
Haukar: Semaj, Gerald, Haukur, Örn, Sævar.
Snæfell: Nonni, Pálmi, Ryan, Sean, Emil.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Davíð Hreiðarsson.

Haukar komust á fullt í upphafi leiks og áttu 8-0 sprett og svo 10-2 þar sem Örn Sigurðarson setti allt sitt ofan í en Snæfell náði að saxa á 12-10 með þrist frá Sean Burton. Pálmi Freyr átti svo þrist fyrir 12-13 strax á eftir. Leikurinn var jafn og skemmtilegur hjá báðum liðum og mikil barátta. Staðan var 19-19 undir lok fyrsta hluta en svo 19-21 fyrir Snæfell eftir hraðaupphlaup og lay-up frá Zeljko Bojovic áður en flautan gall.

Snæfellingar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega um stund í öðrum hluta en lítið gekk að koma boltanum ofan í á meðan Haukar fengu auðveldar körfur undir of vörn Snæfells ekki nógu þétt. Sean náði þó að jafna 32-32 og Snæfell fóru að berjast betur en leikurinn hélst jafn og spennandi fram til hálfleiks þar sem staðan var 38-37 fyrir Hauka.

Hjá Haukum var Gerald Robinson kominn með 12 stig og 5 fráköst en þeir Semaj Inge og Örn Sigurðarson 8 stig hvor. Í liði Snæfells var Sean Burton kominn með 12 stig og 6 fráköst. Nonni Mæju 8 stig og 4 fráköst.

Emil Þór byrjaði strax með körfu fyrir Snæfell í upphafi þriðja hluta en þeir eins og áður í leiknum reyndu að skjóta sér frá Haukum. En það mistókst með slakri hittni, þrátt fyrir góð skot og töpuðum boltum og Haukar komust í staðinn vel fram úr 50-41 þegar Haukur Óskarson setti flottann þrist. Snæfell náði að lifna aðeins við og saxa á 11 stiga forskot Hauka undir lok þriðja hluta og var þá staðan 58-53 fyrir lokahlutann.

Þegar Snæfell virtist ætla að ná Haukum 58-56 stukku Haukar af stað og komust í 64-58 og Ingi Þór tók leikhlé til að fá smá slípun í Snæfell en ótrúlega léleg hittni var inni í teig hjá þeim og andleysi einkenndi liðið mikið á köflum. Leikurinn var fram og til baka og náðu Snæfell aldrei að gera sér leik að þessu í fjórða hluta. Svo fór að Haukar knúðu fram oddaleik í Hólminum miðvikudaginn 23. mars eftir sigur 77-67.