31 stigs sigur á Keflavík á heimavelli. -síðasti leikur ungl.fl.kk föstud. 25. mars kl 19:00-

Strákarnir í unglingaflokki fengu Keflavíkinga í heimsókn í frestaðan leik sem fram fór þriðjudaginn 22. mars.  Egill Egilsson fór mikinn og skoraði 25 stig.

Egill Egilsson var nýkominn af æfingu meistaraflokks og var heldur betur uppveðraður en kappinn setti niður 15 stig í fyrsta leikhluta og Snæfell/Skallagrímur leiddu 26-14.  Góður kraftur var í liði heimamanna sem eru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni en fjögur efstu liðin fara áfram.  Það voru allir leikmenn að spila vel en Birgir Pétursson átti sinn besta leik í allann vetur og barðist einsog vinnuveitandi hans….

Strákarnir í unglingaflokki fengu Keflavíkinga í heimsókn í frestaðan leik sem fram fór þriðjudaginn 22. mars.  Egill Egilsson fór mikinn og skoraði 25 stig.

Egill Egilsson var nýkominn af æfingu meistaraflokks og var heldur betur uppveðraður en kappinn setti niður 15 stig í fyrsta leikhluta og Snæfell/Skallagrímur leiddu 26-14.  Góður kraftur var í liði heimamanna sem eru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni en fjögur efstu liðin fara áfram.  Það voru allir leikmenn að spila vel en Birgir Pétursson átti sinn besta leik í allann vetur og barðist einsog vinnuveitandi hans Baldur Þorleifsson af mikilli snilld.  Birgir Þór Sverris og Kristján Pétur voru að leika skínandi og voru heimamenn komnir fljótlega í 45-22 og leiddu 53-28 í hálfleik.

Hlynur Hreinsson sýndi alvöru leikstjórnun í upphafi síðari hálfleiks og bjó til margar góðar körfur fyrir samherja sína sem héldu áfram að bæta við forskotið, Elfar Ólafsson og Guðni Sumarliða vildu sýna sitt rétta andlit sem og þeir gerðu og heimamenn leiddu 82-45 eftir þriðja leikhluta.  Kristján Tómasson sprækur strákur í liði Keflavíkur vakti athygli og skoraði 12 stig á skömmum tíma í fjórða leikhluta en það dugði engan veginn og lokatölur 97-66.

Strákarnir léku vel í þessum leik en þeir eiga einn leik eftir gegn efsta liðinu í unglingaflokk föstudaginn 25. mars klukkan 19:00.  Með sigri eru strákarnir komnir í undanúrslit unglingaflokks en tapi þeir þurfa þeir að treysta á sigur Keflavíkur gegn Hamar/Þór Þorlákshöfn.  Við viljum því biðja fólk að fjölmenna og styðja strákanna að ná flottum árangri.

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Egill Egilsson 25 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 18 stig og 7 fráköst, Hlynur Hreinsson 13 stig og 6 stoðsendingar, Guðni Sumarliðason 12 stig og 7 fráköst, Elfar Ólafsson 9 stig, Birgir Pétursson 9 stig og 9 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 7 stig og 5 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 4 stig.  En þeir Snjólfur Björnsson og Magnús Ingi Hjálmarsson náðu ekki að skora þrátt fyrir að standa sig ljómandi vel.

Stigaskor Keflavíkur: Sigurður Guðmundsson 19 stig, Sævar Eyjólfsson 16 stig og 6 fráköst, Kristján Tómasson 12 stig og 6 fráköst, Almar Guðbrandsson 11 stig og 10 fráköst, Andri Þór Skúlason 4 stig og þeir Ragnar Albertsson og Stefán Geirsson 2 stig hvor.  Andri Daníelsson náði ekki að skora.