Æfingabúðir fyrir úrvalshópa KKÍ

KKÍ mun standa fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa KKÍ eins og gert hefur verið síðastliðin sumur með mjög góðum árangri.

Úrvalshóparnir eru undanfari yngri landsliða Íslands þar sem unglinga landsliðsþjálfarar ásamt gestaþjálfurum stjórna æfingum og fara yfir helstu tækniatriði.

Í sumar stendur KKÍ fyrir æfingabúðum fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru á árunum 1998, 1999, og 2000 og hafa þjálfarar liða í þessum aldursflokki tilnefnt leikmenn í búðirnar til KKÍ og þeir verið boðaðir með bréfi.

Æfingabúðirnar standa yfir tvær helgar í sumar en fyrri helgi æfingabúðanna verður um næstu helgi, dagana 28.-29. maí…….

KKÍ mun standa fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa KKÍ eins og gert hefur verið síðastliðin sumur með mjög góðum árangri.

Úrvalshóparnir eru undanfari yngri landsliða Íslands þar sem unglinga landsliðsþjálfarar ásamt gestaþjálfurum stjórna æfingum og fara yfir helstu tækniatriði.

Í sumar stendur KKÍ fyrir æfingabúðum fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru á árunum 1998, 1999, og 2000 og hafa þjálfarar liða í þessum aldursflokki tilnefnt leikmenn í búðirnar til KKÍ og þeir verið boðaðir með bréfi.

Æfingabúðirnar standa yfir tvær helgar í sumar en fyrri helgi æfingabúðanna verður um næstu helgi, dagana 28.-29. maí.

· Stúlkur æfa í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda
· Drengir æfa í DHL-höllinni í Frostaskjóli

Dagskráin eftirfarandi fyrir báða dagana:
Krakkar ´00 · kl. 09.00 – 11.00
Krakkar ´99 · kl. 11.30 – 13.30
Krakkar ´98 · kl. 14.30 – 16.30

Verð fyrir hvern þátttakanda í úrvalsbúðirnar er 6.000 kr. samtals fyrir báðar helgarnar og greiðist á staðnum. Hægt verður að greiða með korti.

Seinni helgin verður síðan haldin 20.-21. ágúst.

Þeir sem fengu boð um að mæta á búðirnar frá Snæfelli eru

Almar Njáll Hinriksson     1998
Elías Björn Björnsson      1998
Finnbogi Þór Leifsson      1998
Hermann Örn Sigurðarson    1998
Jakob Breki Ingason        1998
Jón Glúmur Hólmgeirsson    1998
Jón Páll Gunnarsson        1998

Ástþór Andri Valtýsson     1999

Andri Þór Hinriksson       2000
Aron Ingi Hinriksson       2000
Benedikt Breki Baldvinsson 2000
Benedikt Karl Unnarsson    2000
Dawid Einar Karlsson       2000
Garðar Þór Rafnsson        2000
Tómas Helgi Baldursson     2000
Ýmir Örn Hafsteinsson      2000

Anna Soffía Lárusdóttir    1999
Björg Brimrún Sigurðard.   1999
Guðrún Bergmann Agnarsd.   1999
Kristrós Erla Baldursd.    1999
Særós Ósk Arnarsdóttir     1999
Thelma Ólafsdóttir         1999

Aníta Ýr Bergþórsdóttir    2000
Eydís Bára Ómarsdóttir     2000
Friðmey Rut Ingadóttir     2000
Hrafnhildur Magnúsdóttir   2000
Hraundís Lilja Pálsdóttir  2000
Margrét Lilja Einarsdóttir 2000

Unglingaráð kkd. Snæfells.