Gólfið vígt hjá Tindastól í æfingjaleikjum gegn Snæfelli

Snæfellsliðin í mfl karla og kvenna ætla að arka á Sauðárkrók og munu spila æfingarleiki á sunnudaginn nk 2. október gegn heimamönnum í Tindastól. Til stóð að karlaliðið færi bara, en eftir skraf og ráðgerðir, þar sem mótherjar í æfingarleik kvennaliðs Tindastóls urðu frá að hverfa, var kvennaliði Snæfells boðið að koma einnig.

Tindastólsmenn hafa tekið gólfið í „Síkinu“, heimavelli þeirra, í gegn og skartar það nú alveg spánýju og flottu parketi af bestu gerð í staðinn fyrir gamla græna gólfdúkinn. Það verða svo Snæfellingar sem fá að spássera sem gestir Tindastólsmanna í körfuboltaleikjum og vígja þar með gólfið fyrir alvöru. Leikirnir eru ágóðaleikir sem renna í styrktarsjóð Magnúsar Jóhannsesonar og fjölskyldu. Við klikkum svo sannarlega ekki á landsbyggðinni og þökkum Tindastólsmönnum boðið í þessa leiki 🙂