100 stiga múrinn rofinn í auðveldum leik.

Leikurinn fór varlega af stað og liðin stilltu vel upp og fóru sér engu óðslega. Snæfell komst strax í 7-3 með þrist frá Öldu Leif sem stal svo bolta í næstu sókn. Valsstúlkur hertu heldur betur á vörninni og náðu góðum stoppum á Snæfell sem skilaði þeim minnkandi mun 9-8. Snæfell aftur á móti lét það ekki trufla sig og keyrðu hratt á Val sem skilaði þeim 9-1 kafla og staðan fljótt orðin 18-9 og Hildur Sigurðardóttir var líkt á frjálsíþróttamóti í hlaupunum. Valsstúlkur fóru að hitta illa í sóknum sínum og voru með slaka nýtingu.  Staðan eftir fyrsta hluta 27-17 fyrir Snæfell…….

Snæfellsstúlkur tóku á móti Val í Iceland express deild kvenna í Stykkishólmi. Valur í 7. Sæti með 4 stig en Snæfell 5. Sæti með 6 stig og lítill munur á milli liða á þessum slóðum. Þess má geta að þetta var 1000. leikur sem Einar Þór Skarphéðinsson dæmir.