Hörkuleikur og tap Keflavík

Keflavík byrjaði betur í upphafi og komust strax í 6-0 og Snæfell lengi í gang í sóknum sínum en Pálmi setti þrist og lagaði startið eilítið.  Keflavík herti þó á og komst í 3-13 með Magga Gnnars  fremstann í þeirri aðgerð. Snæfell tók leikhlé í stöðunni 10-16 og herti róðurinn og náði að jafna 16-16 og svo yfir 21-16 með 11-0 kafla. Kaflaskiptur fyrsti hluti með góðum áhlaupum beggja liða. Staðan eftir fyrtsa hluta 23-16 fyrir heimamenn í Snæfelli. Quincy var að svara fyrir að byrja á bekknum og gaf í fyrir Snæfell þegar hann kom inná…….

[mynd]

Fyrir leikinn var Keflavík í 4. Sæti með 8 stig en Snæfell í 7 sæti með 6 stig og munar ekki miklu frá sætum 3-9. Alltaf eftirvænting eftir leik við Keflavík í Hólminum en Snæfellingar ætluðu að freista þessa að teygja sig í sæti Keflavíkur í það minnsta.