Góður sigur á KR

Það var ekki fyrir gæðum körfuboltans að fara þegar Snæfell sigraði KR í Iceland express deild kvenna 77-72. Snæfell var langt frá sínu besta en það var slakt KR liðið líka, en leikurinn var jafn heilt yfir með sprettum beggja liða sem gerðu sig seka um mörg mistök einnig.

Í upphafi fyrsta hluta voru bæði Snæfell og KR að skiptast á að skora til jafns við að henda boltanum frá sér klaufalega hvort sem var í skrefum, lélegum sendingum og slakri hittni. Staðan var 7-9 um miðjann hlutann en Snæfell stökk aðeins…..

Það var ekki fyrir gæðum körfuboltans að fara þegar Snæfell sigraði KR í Iceland express deild kvenna 77-72. Snæfell var langt frá sínu besta en það var slakt KR liðið líka, en leikurinn var jafn heilt yfir með sprettum beggja liða sem gerðu sig seka um mörg mistök einnig.

Byrjunarlið leiksins:
Snæfell:
Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sig, Helga Hjördís, Alda Leif.
KR: Helga Einars, Bryndís Guðmunds, Erica Prosser, Margrét Kara, Sigrún Sjöfn.    

Í upphafi fyrsta hluta voru bæði Snæfell og KR að skiptast á að skora til jafns við að henda boltanum frá sér klaufalega hvort sem var í skrefum, lélegum sendingum og slakri hittni. Staðan var 7-9 um miðjann hlutann en Snæfell stökk aðeins frá KR uppúr því í 14-9 en jafnræðið var við völd í leiknum og KR náði fljótt í 18-16 en staðan eftir fyrsta hluta 20-16 fyrir Snæfell.

KR náði að jafna 20-20 strax í öðrum fjórðung en Margrét Kara var heit og smellti tveimur þristum sem kom þeim svo einu stigi nær 24-23. KR virtust braggast við þetta tóka 8-0 sprett í 24-28 en á móti var sóknarleikur Snæfells varð tilviljunarkenndur og hægur. Kara skellti sínum þriðja þrist svellköld komin með 14 stig og kom KR í 28-33 og vörn Snæfell að slakna einnig. Staðan í hálfleik var 33-40 fyrir KR.

Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow komin með 16 stig og Hildur Sigurðardóttir 6 stig. Í liði gestanna í KR var Margrét Kara komin með 14 stig, Erica Prosser 9 stig og 5 stoðsendingar. Hafrún Hálfdánardóttir 8 stig og 4 fráköst.

Snæfellsstúlkur hefðu hæglega getað gert betur í að nýtaöll þau færi sem gáfust undir körfunni en boltinn bara vildi ekki ofan í en ótal sóknarfráköst fengu þær í staðinn. KR náði að leiða að mestu með fimm stigum í upphafi þriðja hluta en Snæfell kom til baka og jafnaði 44-44 og voru að binda sig betur saman og jafn leikur fylgdi í kjölfarið. Staðan eftir þriðja hluta 53-52 fyrir Snæfell þar sem Kieraah var að fara á kostum með 26 stig á meðan Margrét Kara var sett á ís.

Kara beið þó færis og smellti þrist fyrir KR og stal bolta strax í upphafi fjórða hluta og KR minnti heimastúlkur á að þær nörtuðu í hæla þeirra og staðan 55-55. Hildur Björg skellti næstu fimm stigum og þar af einum “Kareem Abdul Jabbar” húkkara ofan í og Hildur Sig þrist strax í næstu sókn og staðan strax 63-55 og mikill sprettur á stúlkunum sem áttu orðið yfirhöndina í vörn og fráköstum líka en þar fór Helga Hjördís fremsti flokki á vellinum og laumaði sínum stigum niður. Staðan var þó orðið 69-67 þegar tvær mínútur voru eftir og dregið af Snæfelli um tíma.