Einn ósigur til

Snæfell tapaði sínum þriðja deildarleik í röð gegn Fjölni 103-95 í Grafarvogi. Leikirnir hafa ekki verið að falla Snæfellsmegin þrátt fyrir lítinn stigamun í lok leikjanna. Snæfell var þremur stigum yfir eftir fyrsta hluta 20-23 en annar hluti var blaut tuska í andlit. Snæfell skoraði þá 12 stig gegn 21 Fjölnis og staðan í hálfleik 41-35 og Fjölnir hafði tekið leikinn í sínar hendur. Brekkan verð brattari því þriðji hluti tapaðist líka 30-22 og forysta Fjölnis ekki óvænt heldur vel áunnin þar sem Snæfell slakaði á taumunum og staðan i upphafi fjórða hluta varð 21 stig 80-59 og Snæfell átti sér litlar málsbætur þrátt fyrir að minnka muninn undir lokin sem var bara alltof seint af stað farið og Fjölnir náði góðum sigri 103-95. Snæfell sekkur neðar í töflunni og verma nú 9. sætið eftir þessa umferð. 

Tölfræði leiksins

Karfan.is