Mögnuð umgjörð Mostra: Bikarmeistararnir öruggt áfram.

Það var mögnuð umgjörð og flott stemming sem fólk upplifði hjá gestgjöfunum Mostra í Stykkishólmi þegar Íslands og bikarmeistarnir í KR mættu til að etja kappi í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins. Glæsileg kynning að hætti Haffa Gunn, tónlistarval Nonna Mæju, happdrætti og verðlaunaskot. Hrúturinn Móri, lukkudýr og aðaláhugamál Mostramanna var mættur ljóslifandi í Fjárhúsið sem lyktaði loks eins og slíkt. Móraskotið í hálfleik fólst í því að ef Móri þægi brauð úr höndum þess sem greip boltann þá fengi sá að taka skot frá miðju. Ef skotið færi í körfuna yrði Móri eign hins heppna, en það geigaði og Móri enn eign Óskars Hjartarsonar frá Helgafelli………

[mynd]

Það var mögnuð umgjörð og flott stemming sem fólk upplifði hjá gestgjöfunum Mostra í Stykkishólmi þegar Íslands og bikarmeistarnir í KR mættu til að etja kappi í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins. Glæsileg kynning að hætti Haffa Gunn, tónlistarval Nonna Mæju, happdrætti og verðlaunaskot. Hrúturinn Móri, lukkudýr og aðaláhugamál Mostramanna var mættur ljóslifandi í Fjárhúsið sem lyktaði loks eins og slíkt. Móraskotið í hálfleik fólst í því að ef Móri þægi brauð úr höndum þess sem greip boltann þá fengi sá að taka skot frá miðju. Ef skotið færi í körfuna yrði Móri eign hins heppna, en það geigaði og Móri enn eign Óskars Hjartarsonar frá Helgafelli.