Batamerki í naumu tapi gegn Grindavík.

Snæfellingar eru komnir niður í 10. sætið í Iceland Express deild karla eftir nauma tapleiki en Grindavík aftur á móti enn í efsta sætinu. Grindavík mætti í Stykkishólm í kvöld án bræðaranna Ármanns og Páls Axels Vilbergssona. Mikil batamerki voru þó á leik Snæfells sem sýndu að það er ekki stórmunur á liðinu í efsta sæti og 10. bara spurning um hvar sigurinn fellur í þessu naumu leikjum.
 
Í uppahfi var jafn leikur í gangi og staðan 7-7. Grindavík komust svo strax skrefi framar í leiknum en pressa Snæfellinga hélt lítið og fengu þeir á sig 7 stig og staðan varð fljótt 9-15. Snæfellingar hertu þá á sínum leik og náðu að sigla nær Grindavík 21-23…..

Snæfellingar eru komnir niður í 10. sætið í Iceland Express deild karla eftir nauma tapleiki en Grindavík aftur á móti enn í efsta sætinu. Grindavík mætti í Stykkishólm í kvöld án bræðaranna Ármanns og Páls Axels Vilbergssona. Mikil batamerki voru þó á leik Snæfells sem sýndu að það er ekki stórmunur á liðinu í efsta sæti og 10. bara spurning um hvar sigurinn fellur í þessu naumu leikjum.

 
Í uppahfi var jafn leikur í gangi og staðan 7-7. Grindavík komust svo strax skrefi framar í leiknum en pressa Snæfellinga hélt lítið og fengu þeir á sig 7 stig og staðan varð fljótt 9-15. Snæfellingar hertu þá á sínum leik og náðu að sigla nær Grindavík 21-23. Quincy átti svo stolinn bolta og þrist og kom Snæfelli yfir 27-25 en Grindavík jafnaði rétt fyrir lokaflaut fyrsta hluta og staðan 27-27.