Snæfell skaust í 8 liða úrslitin

Snæfell og Valur mættust í annað sinn á innan við fjórum dögum í Stykkishólmi en núna í 16 liða úrslitum Poweradebikar kvenna. Signý Hermannsdóttir var komin í búning hjá Val.


Liðin skiptust á að skora og þreifingar í vörninni en Valur prófað sömu pressu og í síðasta leik með lakari árangri nú og en staðan var orðin 8-8 þegar Snæfell voru með beittari vörn og hraðari sóknir sem gáfu þeim forskot í 17-8. Þegar líða tók á leikhlutann færðust Valsstúlkur nær og náðu að jafna 17-17 þar sem margar klaufalegar sóknir Snæfells fóru í hendur í einbeittari vörn Vals og leikurinn kaflaskiptu…….

Snæfell og Valur mættust í annað sinn á innan við fjórum dögum í Stykkishólmi en núna í 16 liða úrslitum Poweradebikar kvenna. Signý Hermannsdóttir var komin í búning hjá Val.

Liðin skiptust á að skora og þreifingar í vörninni en Valur prófað sömu pressu og í síðasta leik með lakari árangri nú og en staðan var orðin 8-8 þegar Snæfell voru með beittari vörn og hraðari sóknir sem gáfu þeim forskot í 17-8. Þegar líða tók á leikhlutann færðust Valsstúlkur nær og náðu að jafna 17-17 þar sem margar klaufalegar sóknir Snæfells fóru í hendur í einbeittari vörn Vals og leikurinn kaflaskiptur fyrsta hlutann en Valur hafði þó yfir 17-22 í lok hans og náði að skora 14-0 á heimastúlkur.

Það var eins og lúðuveiðibannið væri komið í körfu Snæfells því engin stig var að fá úr netinu í dágóðann tíma. Valsstúlkur voru komnar með forystuna 17-24 en Hildur Sigurðar smellti þá þremur til og eftir skoraða körfu og víti var staðan 23-26 og hellings leikur í gangi. Snæfell átti snara innkomu og komust úr 23-29 í 38-29 með þristum frá Helgu Hjördísi sem var skoraði 8 í röð og stal boltum og Hildi Björgu meðal annars og lúðuveiðibanninu gefið langt nef. Snæfell komst í 46-36 áður flautað var í hálfleikinn tók annan hluta í sínar hendur 29-13 og lítið gekk Valsstúlkum í hag þrátt fyrir ákveðin skilaboð frá Ágústi í leikhléum.