Haukar höfðu betur.

Það var ekki fyrir fegurð leiksins að fara þegar Snæfell fór á Ásvelli og beið lægri hlut fyrir Haukum 67-60, en góðir taktar þó. Haukar leiddi getum við sagt allann leikinn og voru yfir eftir fyrsta hluta 24-17. Snæfell náði svo strax í öðrum hluta að komast nær 24-23 en það var gangur leiksins að af Haukar stukku 2-6 stigum frá þá náðu Snæfellsstúlkur að minnka muninn í eitt stig en síðan ekki meir staðan í hálfleik var 40-35.

Svæðisvörn Snæfells var fín á köflum og þær skoruðu á móti úr fínum sóknum sínum en fimm þristar í röð hjá Haukum þar sem Jence Ann Rhoads setti þrjá, Íris Sverris og Guðrún Ósk sinn hvor, hélt Haukum skrefinu á undan og alltaf þetta einu stigi á eftir hengu Snæfellingar. Þegar staðan varð 58-47 þá kláruðu Haukastúlkur betur sínar sóknir og lítið gekk upp hjá Snæfelli líkt og lokað hefði verið fyrir kvótann í körfuna, nema væri fyrir……….