Auðvelt hjá Snæfelli

Fall er faraheill sagði einhver, en eftir að kynning á liði Valsmanna var lokið og slökkt voru ljósin í húsinu fyrir eldhressa kynningu á heimamönnum í Snæfelli þá sló út tenglum frá kastljósinu sem slökkti á hljóðkerfinu og ekkert heyrðist. Eftir einhver hlaup, hróp og köll var brugðið á það ráð að hafa kynninguna órafmagnaða og æpti kynnirinn nöfn leikmanna yfir salinn og spurning hvort föstudagurinn þrettándi hafi minnt á sig með þessari uppákomu eða skrifa þetta á klár mannleg mistök, en skemmtileg samt.