Tölulegar staðreyndir til gamans.

Nú er Iceland express deild karla hálfnuð og Snæfell sem stendur í  8. sæti og myndi rétt sleppa í úrslitakeppnina ef þetta væri niðurstaðan en ekki örvænta, allur seinni hluti deildarinnar er eftir. Liðið fór  niður í 10.sæti á kafla en hefur aðeins rétt úr kútnum en það er ekki langt á milli liða frá 4. -10. sæti og þarf ekki mikið að gerast í 2 – 3 umferðum til að liðin hafi sætaskipti í þessum pakka og geta allir unnið alla í deildinni á góðum dögum. Einnig getur líka farið að skilja að á milli efstu þriggja og ……

Nú er Iceland express deild karla hálfnuð og Snæfell sem stendur í  8. sæti og myndi rétt sleppa í úrslitakeppnina ef þetta væri niðurstaðan en ekki örvænta, allur seinni hluti deildarinnar er eftir. Liðið fór  niður í 10.sæti á kafla en hefur aðeins rétt úr kútnum en það er ekki langt á milli liða frá 4. -10. sæti og þarf ekki mikið að gerast í 2 – 3 umferðum til að liðin hafi sætaskipti í þessum pakka og geta allir unnið alla í deildinni á góðum dögum. Einnig getur líka farið að skilja að á milli efstu þriggja og næstu sex sæta ef menn eru ekki á tánum í seinni hlutanum.

Ef við skoðum, okkur til gamans, tölulegar staðreyndir hvað varðar okkar lið í deildinni koma áhugaverðir hlutir í ljós. Ekki er ætlunin að rýna hér djúpt í tölur og tölfræði og lesa eitthvað sérstakt úr þeim en bara svona að staldra við staðreyndirnar og skella þeim á blað fyri lesendur og fyrir marga sem kíkja kannksi sjaldan eða aldrei á tölfræðivef KKÍ