Tilþrifalítið í Snæfellssigri.

Haukar mættu alls tíu í Stykkishólm til að mæta Snæfelli í 12.umferð Iceland express deildar karla. Nýji leikmaður Hauka Aleek Joseph Pauline sat hjá og var í borgarlegum klæðnaði að sinni en hann fékk högg á hné á sinni fyrstu æfingu en einnig var Sævar Ingi Haraldson var fjarri góðu gamni. Hjá Snæfelli voru allir þokkalegir.

Liðin virkuðu bæði frekar köld og lengi í gang og þá sérstaklega í oft mistækum sóknum sínum en varnarleikurinn var ágætur beggja megin. Staðan var 7-7 þegar 2 mínútur voru eftir og lítið markvert á meðan liðin voru að fóta sig í leiknum nema að Jón Ólafur hjá Snæfelli hafði fengið tæknivillu vegna mótmæla örlítið fyrr í leiknum. Snæfell komst fljótt….