Leiknar grátt í Hveragerði

Snæfellsstúlkur fóru í Hveragerði í kvöld með Jordan Murphree utan hóps þar sem leikheimild var ekki komin í tæka tíð fyrir kvöldið. Þetta var ekki Snæfellskvöld í kvöld heldur Hamarsstúlkna sem voru betri á öllum sviðum körfuboltans í kvöld og ætluðu sér allan tímann að taka sigurinn en Snæfell komst aldrei inn í leikinn.

Þær stöllur Samantha og Katherine voru í miklum gír ásamt Fanney Lind en Samantha smellti niður 7 af 10 þristum sínum í leiknum. Lokatölur 82-57. Tvö kærkomin stig Hamars en þær verma botnsæti deildarinnar og Snæfell dregst aftur úr í baráttunni í topp 4………

Snæfellsstúlkur fóru í Hveragerði í kvöld með Jordan Murphree utan hóps þar sem leikheimild var ekki komin í tæka tíð fyrir kvöldið. Þetta var ekki Snæfellskvöld í kvöld heldur Hamarsstúlkna sem voru betri á öllum sviðum körfuboltans í kvöld og ætluðu sér allan tímann að taka sigurinn en Snæfell komst aldrei inn í leikinn.

 

Þær stöllur Samantha og Katherine voru í miklum gír ásamt Fanney Lind en Samantha smellti niður 7 af 10 þristum sínum í leiknum. Lokatölur 82-57. Tvö kærkomin stig Hamars en þær verma botnsæti deildarinnar og Snæfell dregst aftur úr í baráttunni í topp 4.

 

Hamar komst strax í 7-0 og 14-4 en þá tók Ingi Þór leikhlé. Alda Leif setti þrist eftir leikhlé sem dugði skammt fyrir Snæfell þó þær næðu að minnka muninn í 5 stig 22-17 þá leiddi Hamar eftir 1. leikhluta 26-17.

 

Samantha og Fanney voru að setja 3ja stiga ofaní hjá Hamri sem og Katherine að hitta vel í stökkskotum og Hamar stökk frá Snæfelli strax 34-17 með 9-0 kafla. Vörnin var mjög góð hjá Hamarsstúlkum sem unnu 2. leikhluta 17-9 og Snæfellsstúlkur ýmist hittu illa eða misstu boltann nokkuð og staðan 43-27 í hálfleik.

 

Snæfellsliðið reyndi pressu í þriðja hluta og freistuðu þess að vinna boltann og komast að einhverju viti inn í leikinn en þá juku heimastúlkur bara forskotið og unnu 3. leikhluta með 15 stigum og munurinn orðinn 32 stig. 73-41 og ekkert í leik Snæfellinga sem gaf til kynna að um endurkomu yrði að ræða.
 

Fjórði leikhluti var þarna að nafninu til að mestu þó Snæfell ynni hann 16-9, þá var það aldrei til þes að úrslit leiksins snarbreyttust.

 

Leiknum lauk 82-57 fyrir Hamri sem situr á botni deildarinnar og rær öllum árum til að bjarga sér frá falli. Snæfell aftur að móti þarf að girða sig í brók því bil er farið að myndast á milli þeirra í 5. sætinu og topp 4.

 

Snæfellsstúlkur fengu heldur betur að finna til tevatnsins í kvöld sem var stór viðsnúnigur frá síðasta leik þar sem þær léku Fjölni grátt en grátt voru þær leiknar af Hamri.

 

Tölfræði leiksins af vef KKÍ

 

Hamar:

Samantha Murphy 25/8 frák/5 stoð. Katherine Graham 23/8 frák/5 stoðs/5 stolnir. Fanney Lind 14/4 frák. Jenný Harðard 9. Marín Laufey 6. Íris Ásgeirs 3. Álfhildur Þorsteins 2/5 frák.

 

Snæfell:

Kieraah Marlow 15/8 frák/5 stolnir. Hildur Björg 10/4 frák. Hildur Sigurðardóttir 8/5 frák/8 stoðs. Alda Leif 8/3 frák. Björg Guðrún 6.  Helga Hjördís 5/6 frák. Berglind Gunnarsdóttir 3. Ellen Alfa 2. Aníta Rún 0. Sara Mjöll 0.

 

-sbh-

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

af viðeign Snæfells og Hamars fyrr á tímabilinu.