Snæfell með tök á meisturunum í Hólminum

Einhver tök hafa Snæfellsstúlkur á meisturum Keflavíkur eftir annan sigur á þeim í Stykkishólmi 91-83. Eftir tvo slaka leiki hjá Snæfelli komu þær öflugar til leiks og höfðu forystu í leiknum frá upphafi þar sem þær komust strax í 10-0 og gáfu það ekki eftir baráttulaust þrátt fyrir góð áhlaup Keflavíkur með pressu og svæðisvörn sem Snæfell átti oft erfitt með að leysa en höfðu það á endanum.

Snæfellsstúlkur byrjuðu með stæl og komust í 10-0 og með 4 varin skot í upphafi leiks, góða vörn og virtist lokað fyrir körfu Keflavíkur en ekki einu sinni víti lak niður.  Falur tók þá leikhlé en fjórar mínútur liðu þangað til Keflavík setti stig……

[mynd]

Einhver tök hafa Snæfellsstúlkur á meisturum Keflavíkur eftir annan sigur á þeim í Stykkishólmi 91-83. Eftir tvo slaka leiki hjá Snæfelli komu þær öflugar til leiks og höfðu forystu í leiknum frá upphafi þar sem þær komust strax í 10-0 og gáfu það ekki eftir baráttulaust þrátt fyrir góð áhlaup Keflavíkur með pressu og svæðisvörn sem Snæfell átti oft erfitt með að leysa en höfðu það á endanum.

Snæfellsstúlkur byrjuðu með stæl og komust í 10-0 og með 4 varin skot í upphafi leiks, góða vörn og virtist lokað fyrir körfu Keflavíkur en ekki einu sinni víti lak niður.  Falur tók þá leikhlé en fjórar mínútur liðu þangað til Keflavík setti stig á töfluna en Pálína smellti þá góðum þremur stigum.

Hún var stigahæst í Keflavík um miðjann fyrsta hluta með 6 stig þegar staðan var 14-6 fyrir Snæfell sem héldu forystunni um 10 stig 18-8 og Jordan Murphree hafði sett 10 stig.  Þegar staðan var 23-16 og Keflavík virtist sigla nær tóku þá sig til þær Alda Leif og Helga Hjördís og smelltu sínum hvorum þristinum fyrir 29-16 en staðan eftir fyrsta hluta 29-18 fyrir Snæfell.

Keflavík komst nær strax 29-20 og voru alltaf líklegar í að fá einhvern meðbyr í sinn leik og pressuðu á köflum sem virkaði ekki sem skildi og Snæfellsstúlkur óðu áfram og komust í 37-21 þar sem Alda Leif og Jordan voru í stuði.  Keflavík minnkaði muninn í 39-31 og Snæfell var að missa boltann klaufalega og gjörsamlega að óþörfu og staðan varð fljótt þriggja stiga munur 39-36 eftir að Pálína henti niður þrist á mikilvægu augnabliki fyrir Keflavík þar sem þær voru að keyra á mörg mistök Snæfells.

Staðan var þó 45-38 fyrir Snæfell eftir mikil hlaup og læti undir lokin en Snæfell hafði aldeilis snúist við í leik síðustu 5 mínútur annars hluta og misst niður 16 stiga forskot sitt á augabragði.

Jordan Murphree í Snæfelli var farin að líka parketið í Hólminum og var komin með 17 stig í hálfleik en næst henni var Alda Leif með 10 stig og 5 fráköst. Hjá Keflavík var Pálína búin að vera á fullu og komin með 19 stig og 4 fráköst. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru komnar með 6 stig hvor.

Snæfell komst í 50-40 en þegar Keflavík setti upp pressu og svæðisvörn gekk illa hjá heimastúlkum og Keflavík minnkaði í 54-50 þar sem Jalessa Butler var farin í gang og bætti fljótt við sig 7 stigum.

Munurinn var tvö stig undir lokin 61-59 eftir sterka vörn Keflavíkur og ráðaleysi Snæfells í sóknum sínum en þær héldu þó forystu eftir þrjá leikhluta 63-59 þótt annað hefði sýnst á spilamennskunni. Það er ekki þar með sagt að Keflavík hafi ekki misst bolta en þeir voru allnokkrir þeim megin líka en liðin skiptust á góðu og slæmu sprettunum.

Það var kaflaskiptur leikurinn þegar Snæfell stökk frá Keflavík í stöðunni 68-64 og kom sér með tveimur þristum frá Jordan og Helgu Hjördísi í 75-66 og pressan farin að gefa eftir hjá Keflavík.

Duracel rafhlöðurnar í Pálínu voru að endast gríðalega vel og hafði hún skorað 31 stig líkt og Jordan hjá Snæfelli fljótlega í upphafi fjórða hluta þegar hún var að setja sinn sjöunda þrist niður. Snæfell hélt haus og forystunni um 9 stig þegar 3 mínútur voru eftir 83-74. Mikið af stigum komu af vítalínunni undir lokin en Íslandsmeistarar Keflavíkur áttu ekki sjö dagana sæla í Hólminum og töpuðu nú öðru sinni fyrir Snæfelli 91-83 að þessu sinni.

Snæfell:
Jordan Murphree 31/6 frák/3 stoðs/10 stolnir. Alda Leif Jónsdóttir 17/9 frák. Kieraah Marlow 16/10 frák/7 stoðs. Helga Hjördís Bjrörgvinsdóttir 10/6 frák. Hildur Sigurðardóttir 9/9 frák/7 stoðs. Hildur Björg Kjartansdóttir 8/4 frák. Björg Guðrún Einarsdóttir 0. Berglind Gunnarsdóttir 0. Ellen Alfa Högnadóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0.

Keflavík:
Pálína Gunnlaugsdóttir 33/4 frák. Jaleesa Butler 18/14 frák. Shanika Butler 13/6 stoðs. Birna Valgarðsdóttir 11/5 frák/4 stolnir. Helga Hallgrímsdóttir 3/9 frák. Hrund Jóhannsdóttir 3. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Sandra Þrastardóttir 0. Telma Ásgeirsdóttir 0. Soffía Skúladóttir 0. Aníta Viðarsdóttir 0.

Símon B. Hjaltalín
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

[mynd]