Pálmi tók af skarið í framlengingu

iðin sem mættust í Hólminum voru Snæfellí 6. sæti Iceland express deildarinnar og Þór Þorlákshöfn í 5. sæti. Þór sigraði fyrri leik liðanna í Þorlákshöfn með tveimur stigum 85-83. Snæfell hoppaði aftur að móti upp í 5. sætið og Þór fór í það 6. eftir sigur Snæfells í framlengdum leik 93-86. En eftir venjulegann leiktíma var staðan 76-76.



Þórsarar mættu níu alls til leiks eldhressir og komust í 0-8 í upphafi leiks áður en Snæfell náði að skora stig. Allt var ofan í hjá Þór og ekkert hjá Snæfelli sem komu litlum vörnum við þegar gestirnir voru komnir í 2-15…..

Liðin sem mættust í Hólminum voru Snæfellí 6. sæti Iceland express deildarinnar og Þór Þorlákshöfn í 5. sæti. Þór sigraði fyrri leik liðanna í Þorlákshöfn með tveimur stigum 85-83. Snæfell hoppaði aftur að móti upp í 5. sætið og Þór fór í það 6. eftir sigur Snæfells í framlengdum leik 93-86. En eftir venjulegann leiktíma var staðan 76-76.

Þórsarar mættu níu alls til leiks eldhressir og komust í 0-8 í upphafi leiks áður en Snæfell náði að skora stig. Allt var ofan í hjá Þór og ekkert hjá Snæfelli sem komu litlum vörnum við þegar gestirnir voru komnir í 2-15 þar sem Govens og Hairston voru komnir með 5 stig hvor. Snæfell náði að krafsa sig nær þegar Hafþór Gunnarsson kom inná og setti fimm stig strax og staðan 15-18. Eftir fyrsta hluta var staðan 15-20 fyrir Þór sem sprækir voru.

Snæfell náði með krafti að koma sér betri stöðu og með baráttu Hafþórs sem var eins og óður i öllum boltum komust þeir yfir strax í öðrum hluta 21-20 og svo breyttist staðan fljótt í 30-22. Þórsarar náðu sér á strik og jöfnuðu 33-33 þar sem Hairston, Guðmundur og Govens voru fremstir sinna manna. Staðan í hálfleik var 39-37 þar sem hörkuleikur á milli þessara liða var í gangi enda tvö mikilvæg stig í boði.

 Hafþór Gunnarsson var kominn með 11 stig og Nonni Mæju 9 stig og 5 fráköst. Hjá Þór voru Matthew James Hairston og Guðmundur Jónsson komnir með 10 stig en Hairston bætti við 7 fráköstum. Næstur þeim var Darrin Govens með 9 stig og 5 fráköst.

Snæfell komst í 11 stiga mun 52-41 og keyrðu vel á Þór sem varð lítið úr sóknum sínum á kafla gegn vörn Snæfells og hentu boltum beint í hendur heimamanna. Flóðgáttir Þorlákshafnarmanna opnuðust, aðallega hjá Govens og Hairston og minnkuðu þeir muninn í 54-51, en þá voru Snæfellsmenn ráðavilltir í sínum aðgerðum bæði í vörn og sókn. Staðan var þó 58-52 fyrir Snæfell eftir þriðja hluta en varnir beggja liða voru oft að taka góð stopp en með kaflaskilum þó.

Þórsarar komust strax yfir með látum 58-59 í upphafi fjórða hluta og leikurinn strax jafn. Gestirnir náðu að halda naumri forystu um tíma þar sem lítið var skorað og staðan 63-66. Nonni Mæju fór út af sína fimmtu villu þegar fjórar mínútur voru eftir og staðan varð 67-66 fyrir Snæfell.

Dramatískar tvær lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora og mikið af vítalínunni en 74-70 fyrir Snæfell þegar Marquis Hall setti þrjú stig en Ólafur Torfason braut á Blagoj Janev í þriggja stiga skot sem hann kláraði á vítalínunni, 74-73. Snæfell missti boltann og Guðmundur Jónsson var drjúgur fyrir Þór og kom þeim yfir 74-75. 

Snæfell með boltann og 14 sekúndur á klukkunni en missa hann með 7 sek á klukku, Quincy Cole brýtur og fær sína fimmtu villu og Govens á vítalínuna, setur fyrra niður og Ólafur Torfason nær frákasti, kastar fram á Marquis sem var gríðalega duglegur í leiknum og setur niður jöfnunarkörfu 76-76 og örfáar sekúndur sem Guðmundur fékk til að henda boltanum yfir, sem lenti í á milli spjalds og hrings og framlenging staðreynd.

Með Nonna og Quincy utan vallar tók “herra reynsla” Pálmi Freyr við keflinu og smellti fimm fyrstu stigum Snæfells í framlengingu 81-76. Eftir að Guðmundur Jónsson missti boltann og brotið var á Pálma var dæmd tæknivilla á Hairston og Pálmi tók þá fjögur víti. Hann skilaði tveimur niður og staðan 85-78. Marquis Hall og Ólafur Torfason voru gríðalega mikilvægir í baráttunni og skiluðu Snæfelli 8 stiga mun 88-80.

Govens átti að taka stóru skotin og náði einu í stöðuna 88-83 en Pálmi sá við honum næst og náði frákastinu og setti strax tvö víti niður 92-83. Snæfell sigldi skútunni í höfn með 93-86 sigri og Pálmi Freyr kom með kraftinn í leikinn sem skilaði sigri en munnljótir drekar skiluðu engu.

Pálmi Freyr var sáttur við að enda sinn leik með góðu framlagi, í spjalli eftir leikinn.

”Það varð einhver að fara að stíga upp í framlengingunni og ég gerði það eftir að hafa spilað ekki nógu vel í leiknum fram að því að mér fannst og ákvað að gera eitthvað í því og breyta til, vera ákveðinn og sækja á körfuna. Það gekk upp og við spiluðum góða vörn og náðum góðum stoppum sem skiluðu stigum í hús fyrir okkur. Þetta eru vissulega tvö jöfn lið en mér fannst þetta of mikið sveiflukennt hjá okkur og byrjuðum mjög illa. Við eigum að vera með heilsteyptara lið og á góðum dögum tökum við sigra úr þessum leikjum og eigum að geta spilað á fleiri mönnum. Ég er annars gríðalega sáttur með að ná þarna í 5. sætið og ætlum við okkur kláralega að halda áfram að klífa upp töfluna.”

Snæfell:
Marquis Hall 24/4 stoðs/5 stolnir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/9 frák. Nonni Mæju 13/9 frák. Hafþór Ingi Gunnarsson 12. Ólafur Torfason 10/9 frák. Quincy Cole 10/15 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 9. Magnús Ingi 0. Þorbergur 0. Óskar 0. Snjólfur 0.

Þór:
Darrin Govens 27/9 frák. Matthew Hairston 20/21 frák. Guðmundur Jónsson 16/7 frák. Blagoj Janev 13. Darri Hilmarsson 8. Baldur Þór Ragnarsson 2. Emil Karel 0. Vilhjálmur 0. Þorsteinn 0.

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Eyþór Benediktsson