Unglingaflokkur kvenna með sigur á Val

Stelpurnar í unglingaflokki kvenna léku hörkuspennandi leik gegn Val en liðin höfðu leikið áður í Reykjavík þar sem Valsstúlkur sigruðu 74-60, Snæfellssliðið lék þar án Berglindar og Bjargar sem voru meiddar.  Nú var liðið á heimavelli og með fullskipað lið.  Lokatölur 60-57 þar sem Snæfell leiddu 29-24 í hálfleik.  Stigahæst Snæfellsliðsins var Ellen Alfa Högnadóttir með 18 stig.



Stelpurnar hófu leikinn vel og virtust ætla að vera algjörlega í bílstjórasætinu, frábær frammistaða Hallveigar sem skoraði 9 stig af 13 hélt Valsstúlkum við efnið.  Berglind Gunnars skoraði 10 af 17 stigum sínum strax…..

[mynd]

 

Stelpurnar í unglingaflokki kvenna léku hörkuspennandi leik gegn Val en liðin höfðu leikið áður í Reykjavík þar sem Valsstúlkur sigruðu 74-60, Snæfellssliðið lék þar án Berglindar og Bjargar sem voru meiddar.  Nú var liðið á heimavelli og með fullskipað lið.  Lokatölur 60-57 þar sem Snæfell leiddu 29-24 í hálfleik.  Stigahæst Snæfellsliðsins var Ellen Alfa Högnadóttir með 18 stig.

Stelpurnar hófu leikinn vel og virtust ætla að vera algjörlega í bílstjórasætinu, frábær frammistaða Hallveigar sem skoraði 9 stig af 13 hélt Valsstúlkum við efnið.  Berglind Gunnars skoraði 10 af 17 stigum sínum strax í upphafi og gaf liðinu sjálfstraust í framhaldið.  Staðan eftir fyrsta leikhluta 15-13 Snæfell í vil.  Í öðrum leikhluta voru heimastúlkur skrefinu á undan og leiddu 29-24 eftir góðan endasprett hjá Ellen Ölfu.  Staðan í hálfleik 29-24.

 

Í síðari hálfleik voru Snæfellsstúlkur komnar yfir 40-32 eftir góðan samleik gegn þéttri svæðisvörn gestanna, en við það var Snæfellsstúlkum fyrirmunað að skora og staðan breyttist í 40-47 fyrir gestanna en staðan eftir þrjá leikhluta 40-45.  Ellen Alfa braut ísinn með stórum þrist og Hildur Björg sem hafði ekki skorað í leiknum setti niður 6 stig á mikilvægum kafla þar sem liðið komst yfir 49-47.  Aftur komust Valsstúlkur yfir 49-52. 

 

Í stöðunni 51-53 þéttu stelpurnar vörnina og sýndu öryggi á vítalínunni og komust yfir 56-53.  Guðbjörg Sverris og Hallveig Sigurgeirs skoruðu af harðfylgi fyrir Val og komu þeim yfir 56-57.  Berglind Gunnars skoraði af miklu harðfylgi 58-57 og Björg Guðrún skoraði eftir góðan varnarleik heimastúlkna, staðan 60-57 og um 18 sekúndur eftir.  Valsstúlkur fengu tækifæri á að jafna en erfitt skot geygaði og góður heimasigur í höfn.

 

Stigaskor Snæfells: Ellen Alfa Högnadóttir 18 stig, Berglind Gunnarsdóttir 17, Hildur Björg Kjartansdóttir 10, Björg Guðrún Einarsdóttir 7, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6 og Aníta Rún Sæþórsdóttir 2.  Rebekka Rán Karlsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir skoruðu ekki.

 

Stigaskor Vals: Hallveig Sigurgeirsdóttir 25 stig, Guðbjörg Sverrisdóttir 12, Margrét Einarsdóttir 8, Ragnheiður Benónýsdóttir 6, Elsa Rún Karlsdóttir 4 og Brynja Sigurgeirsdóttir 2.  Berglind Rós skoraði ekki.

 

Næsti leikur stelpanna er útileikur gegn Keflavík föstudaginn 3. Febrúar klukkan 18:30 en liðið er nú með 3 sigra og 3 tapleiki þegar að átta leikir eru eftir af tímabilinu.  Liðið spilar mjög þétt á næstunni og verður spennandi að fylgjast með þessum kröftugu stelpum.