Góður útisigur á Keflavík

Það er mikið að gera hjá stelpunum í unglingaflokki kvenna en þær eru að leika núna mjög þétt og mikilvægir leikir á öllum vígstöðum.  Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst með 26 stig í flottum sigri 63-79 á Keflavík og höfðu liðin sætaskipti í deildinni.

 

Stelpurnar úr Stykkishólmi mættu tilbúnar til leiks og voru á tánum frá fyrstu sekúndu þegar þær sóttu Keflavík heim föstudagskvöldið 3. Febrúar.  Sara Mjöll fékk strax tvö vítaskot, Ellen Alfa nelgdi niður þrist og stal boltanum í næstu vörn og brunaði upp og skoraði fyrir Snæfell 0-6 á einni mínútu…..

Það er mikið að gera hjá stelpunum í unglingaflokki kvenna en þær eru að leika núna mjög þétt og mikilvægir leikir á öllum vígstöðum.  Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst með 26 stig í flottum sigri 63-79 á Keflavík og höfðu liðin sætaskipti í deildinni.

 

Stelpurnar úr Stykkishólmi mættu tilbúnar til leiks og voru á tánum frá fyrstu sekúndu þegar þær sóttu Keflavík heim föstudagskvöldið 3. Febrúar.  Sara Mjöll fékk strax tvö vítaskot, Ellen Alfa nelgdi niður þrist og stal boltanum í næstu vörn og brunaði upp og skoraði fyrir Snæfell 0-6 á einni mínútu.  Keflavík tóku leikhlé og minnkuðu þær muninn í 8-6.  Berglind Gunnars og Björg Guðrún komu með góðar körfur gegn svæðisvörn Keflavíkur og tveir þristar í röð frá Björgu skilaði 11-20.  Sara Rún Hinriks sem var algjör yfirburðarleikmaður í Keflavíkurliðinu og minnkaði hún muninn í 18-20 sem var staðan eftir fyrsta leikhluta.

 

Berglind skoraði og fékk villu að auki í upphafi annars leikhluta, en Hildur Björg sem hafði verið róleg í stigaskorun byrjaði að skila dýrmætum stigum niður.  Spjaldið ofaní þristur frá Rebekku var kærkominn og liðin því jöfn í slíkum gjörðum.  Stelpurnar voru á miklu „runni“ og komust í 22-43.  Staðan í hálfleik 26-50 og skoruðu Keflavíkurstúlkur einungis 8 stig í öðrum leikhluta.

 

Ellen og Björg opnuðu síðari hálfleikinn með sinn hvorum þristinum og stelpurnar náðu 30 stiga mun sem var mesta forysta þeirra í leiknum 26-56.  Keflavík pressuðu allann leikinn og fór pressan að gefa þeim stig, en þrjár þriggja stiga körfur í röð frá þeim gaf heimastúlkum smá von.  Staðan 37-59.  Snæfellsstúlkur voru skynsamar í sókninni þegar þær hentu ekki boltanum frá sér og sóttu sterkt á körfuna, þær leiddu 46-68 eftir þriðja leikhluta.

 

Keflavíkurstúlkur hófu fjórða leikhluta af krafti og komust í 57-70, Hildur Björg kom þá með tvær körfur eftir mikla baráttu og möguleikar Keflavíkur að minnka muninn enn frekar úr sögunni.  Lokatölur 63-79.

 

Keflavík sigruðu leikinn í Stykkishólmi með tveimur stigum og skilar því þessi sigur betri stöðu innbyrðis ef liðin verða jöfn að stigum í lok móts.

 

Stigaskor Snæfells: Hildur  Björg Kjartansdóttir 26 stig, Björg Guðrún Einarsdóttir 18, Ellen Alfa Högnadóttir 16, Berglind Gunnarsdóttir 10, Sara Mjöll Magnúsdóttir 5, Rebekka Rán Karlsdóttir 4.  Aníta Rún Sæþórsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttir léku án þess að skora.

 

Stigaskor Keflavíkur: Sara Rún Hinriksdóttir 31 stig, Lovísa Falsdóttir 13, Aníta Eva Viðarsdóttir 8, Telma Lind Ásgeirsdóttir 4, Katrín Fríða Jóhannsdóttir  og Bríet Sif Hinriksdóttir 2 og Sandra Lind Þrastardóttir 1. Helena Rós Árnadóttir og Birta Dröfn Jóns komust ekki á blað.

 

Næstu leikir hjá stelpunum eru einnig útileikir, 12. Febrúar gegn KR og 14. Febrúar gegn Njarðvík.