Minni bolti drengja á Póstmóti

Tíu drengir mættu til leiks á Póstmót Breiðabliks í Kópavogi undir minni leiðsögn.

Þeir Ari, Jóel, Valdimar, Kristófer Kort og Benjamín voru í öðru liðinu sem spiluðu á velli 2 og Ellert, Samúel, Valdimar Ólafs, Einar og Viktor í hinu liðinu á velli 3.

 

Spilað var við KR og Grindavík á velli 2, Hauka, Keflavík og Grindavík á velli 3. Strákarnir á velli 2 byrjuðu af miklum krafti án tvíburana (Kristófers og Benjamíns) sem komu með ''stjörnuinnkomu'' örlítið of seint vegna tæknilegra örðugleika.

Á velli 3 voru strákarnir í miklum hlaupaham og skoruðu alveg aragrúa af körfum úr hraðaupphlaupum sem hin liðinn áttu engin svör við.

 

Allir strákarnir stóðu sig eins og hetjur og sást vel að miklar framfarir hafa átt sér stað frá því í haust þegar lagt var af stað eftir sumarfrí.

 

-Óli Torfa-

Tíu drengir mættu til leiks á Póstmót Breiðabliks í Kópavogi undir minni leiðsögn.

Þeir Ari, Jóel, Valdimar, Kristófer Kort og Benjamín voru í öðru liðinu sem spiluðu á velli 2 og Ellert, Samúel, Valdimar Ólafs, Einar og Viktor í hinu liðinu á velli 3.

 

Spilað var við KR og Grindavík á velli 2, Hauka, Keflavík og Grindavík á velli 3. Strákarnir á velli 2 byrjuðu af miklum krafti án tvíburana (Kristófers og Benjamíns) sem komu með “stjörnuinnkomu“ örlítið of seint vegna tæknilegra örðugleika.

Á velli 3 voru strákarnir í miklum hlaupaham og skoruðu alveg aragrúa af körfum úr hraðaupphlaupum sem hin liðinn áttu engin svör við.

 

Allir strákarnir stóðu sig eins og hetjur og sást vel að miklar framfarir hafa átt sér stað frá því í haust þegar lagt var af stað eftir sumarfrí.

 

-Óli Torfa-