Naumur sigur í framlengdum leik

Snæfell voru heldur betur að ströggla við efiðann leik eftir nauman 88-90 sigur á Fjölni í Grafarvogi eftir framlengdann leik. Stúlkurnar mættu níu í Íþróttahúsið að Dalhúsum en Berglind, Björg og Rósa voru ekki með í kvöld. Fjölnir náði strax 7-0 yfirhöndinni í leiknum en Snæfell kom til baka 7-6 og voru ráðvilltar í byrjun.

Þær réðu lítið við Brittney Jones sem skoraði 38 stig í leiknum en þær voru ekki margar að skora hjá Fjölni þannig að hún og Katina Mandylaris, 28 stig, skorðuð 66 stig af þeim 88 sem lágu hjá Fjölni svo að það þurfti aðallega að stoppa Brittney Jones en lítið gekk upp þar og því efiðari leikur en hann þurfti að vera. En sigurinn tóku þær með sér heim og gríðalega sterkt að klára þetta í lokin……

Snæfell voru heldur betur að ströggla við efiðann leik eftir nauman 88-90 sigur á Fjölni í Grafarvogi eftir framlengdann leik. Stúlkurnar mættu níu í Íþróttahúsið að Dalhúsum en Berglind, Björg og Rósa voru ekki með í kvöld. Fjölnir náði strax 7-0 yfirhöndinni í leiknum en Snæfell kom til baka 7-6 og voru ráðvilltar í byrjun.

 

Þær réðu lítið við Brittney Jones sem skoraði 38 stig í leiknum en þær voru ekki margar að skora hjá Fjölni þannig að hún og Katina Mandylaris, 28 stig, skorðuð 66 stig af þeim 88 sem lágu hjá Fjölni svo að það þurfti aðallega að stoppa Brittney Jones en lítið gekk upp þar og því efiðari leikur en hann þurfti að vera. En sigurinn tóku þær með sér heim og gríðalega sterkt að klára þetta í lokin.

 

Snæfell voru undir 17-7 í fyrsta hluta eftir að hafa náð í skottið á Fjölni og unnu það upp aftur í 21-20 og komust yfir 21-22 með vítaskotum frá Kieraah Marlow undir lok hlutans og sú var staðan eftir fyrsta hluta.

 

Brittney Jones var komin með 22 stig í hálfleik fyrir Fjölni en staðan 41-45 fyrir Snæfell í hálfleik. Snæfell leiddi allann annan hlutann en Fjölnir jafnaði 39-39 og ekki meira en það í bili. Kieraah Marlow var komin með 21 stig í hálfleik og Alda Leif 8 stig og Hildur Björg 6 stig, en aðrar voru eins og þær væru ekki með á köflum.

 

Þegar staðan var 50-59 fyrir Snæfell í þriðja hluta fóru Fjölnisstúlkur að hitta úr sínum færum en Snæfell var meira í fráköstunum en ekki að skoraóg staðan eftir þriðja hluta var 61-62 fyrir Snæfell. Fjölnir náði þá að komast strax yfir 63-62 í fjórða hluta og leiddu þær út hann þar til staðan var 79-74.

 

Þá tók Kieraah til sinna ráða á síðustu mínútunni og skorðaði undir körfunni og fékk víti sem hún kláraði niður og staðan 79-77 þegar 38 sek voru eftir. Þá tók hún næsta varnarfrákast og náði að skora í sniðskoti þegar 5 sekúndur voru eftir og brotið á henni en vítið klikkaði og jafnt var 79-79. Jessica setti svo tvö víti niður fyrir Fjölni 81-79 og Jordan Murphree tvö fyrir Snæfell áður en framlengja varð.

 

Alda Leif gaf tóninn í upphafi framlengingar með þrist og Kieraah bætti við tveimur 81-86. Brittney hélt Fjölni við efnið og smellti þrist einnig og Jessica Bradley jafnaði 86-86 og Brittney kom Fjölni yfir 88-86 og æsispennandi lokamínútur í gangi. Þá var komið þætti Jordan fyrir Snæfell, sem hafði sett niður tvö vítin í lok venjulegs leiktíma. Hún setti niður fjögur víti á síðustu 30 sekúndum leiksins og staðan fór í 88-90 sem urðu lokatölur leiksins. Litlu mátti muna í lokin en Fjölni munaði um þau sex víti sem klikkuðu hjá Jessica, Brittney og Katina sem fengu allar tvö víti hver á síðustu mínútum leiksins.

 

Nánari tölfræði leiksins

 

Fjölnir:

Brittney Jones 38/6 frák/9 stoðs. Katina Manylaris 28/20 fráköst. Jessica Bradley 13/14 frák. Bergdís Ragnarsdóttir 4. Birna Eiríksdóttir 3. Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2. Aðrar skoruðu ekki.

 

Snæfell:

Kieraah Marlow 32/11 frák. Alda Leif Jónssóttir 20/6 frák/4 stolnir. Jordan Murphree 16/14 frák/4 stoðs/6 stolnir. Hildur Björg Kjartansdóttir 8/4 frák. Ellen Alfa Högnadóttir 6. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5. Hildur Sigurðardóttir 3/4 frák/7 stoðs/4 stolnir. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.

 

Símon Hjaltalín

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson