Snæfell klífur töfluna á siglingu

Það var ekki spennandi leikur sem boðið var uppá í Hólminum þegar ÍR kom í heimsókn. Snæfell kom sér strax í 10 stiga mun og bætti vel við eftir sem á leið og voru komnir yfir 30 stigin þegar mest lét og sigur þeirra 97-74 aldrei í hættu þetta kvöldið. Snæfell sigrar þar með sinn 6. leik í röð og hefur klifrað úr 10. sætinu í 4. sætið eftir þennan sigur en KR er þar með jafnmörg stig og eiga leik til góða á morgun en Snæfellsmenn press fast á þá.

Snæfell byrjaði af meiri neista og komust í 6-0 áður en ÍR svaraði. Vörn Snæfells var góð og ÍR ráðvilltir á köflum en héldu sér þó ekki langt undan þegar þeir tóku leikhlé 17-11 en Snæfellsmenn áttu ekki erfiðar……

[mynd]

Það var ekki spennandi leikur sem boðið var uppá í Hólminum þegar ÍR kom í heimsókn. Snæfell kom sér strax í 10 stiga mun og bætti vel við eftir sem á leið og voru komnir yfir 30 stigin þegar mest lét og sigur þeirra 97-74 aldrei í hættu þetta kvöldið. Snæfell sigrar þar með sinn 6. leik í röð og hefur klifrað úr 10. sætinu í 4. sætið eftir þennan sigur en KR er þar með jafnmörg stig og eiga leik til góða á morgun en Snæfellsmenn press fast á þá.

Snæfell byrjaði af meiri neista og komust í 6-0 áður en ÍR svaraði. Vörn Snæfells var góð og ÍR ráðvilltir á köflum en héldu sér þó ekki langt undan þegar þeir tóku leikhlé 17-11 en Snæfellsmenn áttu ekki erfiðar sóknir fram að því. Staðan eftir fyrsta hluta var 24-15 fyrir Snæfell og engin stórtilþrif hjá liðunum þó Snæfell hefðu verið beittari.

Úr stöðunni 31-18 fengu Snæfellsmenn að valsa um að vild í sóknum sínum og komust í 44-26 og svo með 9-0 kafla í 53-29 með auðveldum körfum þar sem Svenni setti tvo þrista, Haffi og Marquis sinn hvorn til og Quincy tróð yfir þrjá leikmenn ÍR.

ÍR fengu þó nokkrar auðveldar körfur niður bara í minna magni og vörn Snæfells ekkert mest sannfærandi þó hún tæki góð stopp en vörn ÍR bara minna lifandi. Ingi Þór leyfði Þorbergi og Snjólf að spreyta sig og staðan 55-37 í hálfleik og Snæfell virtist ekki eiga í vandræðum með ÍR fram að þessu.

 

[mynd]

Í liði Snæfells voru Nonni Mæju og Pálmi Freyr komnir með 13 stig hvor og Sveinn Arnar með 12 stig en Óli og Quincy tóku fráköstin með 8 hvor. Hjá ÍR var Robert Jarvis hress kominn með 12 stig og var að spila nokkuð vel miðað við rest en Nemjana Sovic var næstur með 8 stig.

Líkt og í upphafi fyrri hálfleiks komst Snæfell í 7-0 í þriðja hluta og staðan 62-37 fyrir hvíta. ÍR reyndu nokkuð við stór skot til að byrja með en fóru að rúlla betur þegar þeir létu boltann ganga. Snæfell hélt sér þó alltaf um 20 stigum plús á undan og staðan ekkert spennandi þegar hún var 70-44 fyrir Snæfell um miðjann þriðja hluta. Snæfell var yfir 85-57 eftir þriðja hluta og lítið í kortunum að ÍR næði að klóra í bakkann.

Þorbergur Helgi bætti einum þrist við Snæfellsstigin strax í upphafi fjórða hluta og staðan 88-57. Hjalti Friðriksson kom með smá innslag í skor ÍR og fékk að leika nokkuð lausum hala í teignum en ekkert til að breyta neinu. Liðin keyrðu á öllum mannskapnum og gaman að sjá unga menn sanna sig. Leikurinn endaði 97-74 fyrir Snæfell sem sigrar sinn 6. leik í röð eftir áramót í Iceland express deildinni.

Snæfell:
Quincy Cole 19/16 frák/4 stoðs. Jón Ólafur Jónsson 18/6 frák/5 stoðs. Marquis Hall 18/4 frák/7 stoðs. Sveinn Arnar Davíðsson 15. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/5 frák. Ólafur Torfason 5/11 frák. Þorbergur Helgi Sæþórsson 4. Hafþór Ingi Gunnarsson 3/4 stoðs. Óskar Hjartarson 2/3 frák. Magnús Ingi Hjálmarsson 0/2 frák. Snjólfur Björnsson 0.

ÍR:
Hjalti Friðriksson 18/6 frák. Robert Jarvis 13/4 frák. Nemjana Sovic 12/4 frák. Níels Dungal 8/6 frák. Eiríkur Önundarson 7. Kristinn Jónasson 6. Ellert Arnarson 5/3 frák/4 stoðs. Húni Húnfjörð 3/7 frák. Þorvaldur Hauksson 2. Friðrik Hjálmarsson 0.

Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson  

 

[mynd]

 

[mynd]

 

[mynd]