Snæfellsstúlkur Ljósanæturmeistarar.

Fjórða árið í röð tóku stelpurnar þátt í Ljósnæturmóti Njarðvíkur og fyrir mótið höfðu þær aldrei unnið mótið.
Fyrsti leikurinn var gegn Grindavík sem höfðu endurheimt stelpur sem gerðu góða hluti í öðrum liðum á síðasta tímabili, þ.a.m Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur.  Grindavík hófu leikinn betur og leiddu 5-0 og 10-3, varnarleikur Snæfells þéttist og leiddu Snæfell 14-15 eftir fyrsta leikhluta.  Annan leikhluta unnu stelpurnar 6-12 og í hálfleik 20-27.  Skemmtilegur þriðji leikhluti var jafn en Grindavík náðu að minnka niður forystu Snæfells í fjögur stig 37-41 þegar að þriðja leikhluta var lokið……

Fjórða árið í röð tóku stelpurnar þátt í Ljósnæturmóti Njarðvíkur og fyrir mótið höfðu þær aldrei unnið mótið.
Fyrsti leikurinn var gegn Grindavík sem höfðu endurheimt stelpur sem gerðu góða hluti í öðrum liðum á síðasta tímabili, þ.a.m Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur.  Grindavík hófu leikinn betur og leiddu 5-0 og 10-3, varnarleikur Snæfells þéttist og leiddu Snæfell 14-15 eftir fyrsta leikhluta. 

 

Annan leikhluta unnu stelpurnar 6-12 og í hálfleik 20-27.  Skemmtilegur þriðji leikhluti var jafn en Grindavík náðu að minnka niður forystu Snæfells í fjögur stig 37-41 þegar að þriðja leikhluta var lokið.  Berglind Gunnars, Hildur Björg og Hildur Sig sáu að mestu um stigaskorið en baráttan í vörninni var til staðar.  Snæfell náðu að komast í 49-57 en 7-0 kafli Grindavíkur gerði leikinn spennandi og tryggði Hildur Sigurðardóttir Snæfell sigurinn með körfu af miklu harðfylgi.  Lokatölur 56-59.

Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 21 stig, Hildur Sigurðardóttir 16, Hildur Björg Kjartansdóttir 12, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Silja Katrín Davíðsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir 3.  Helena Helga Baldursdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir léku einnig en náðu ekki að skora.
Stigaskor Grindavíkur: Jeanne Sicut 16 stig, Petrúnella Skúla og Berglind Magnúsdóttir 13, Helga Hallgríms 11, aðrar minna.

Næsti leikur var gegn heimastúlkum í Njarðvík en þá léku bæði lið á sama tíma og stýrði Baldur Þorleifsson liðinu í leiknum af sinni snilld.  Rósa Indriðadóttir var mætt í slaginn og þétti hópinn.  Jafnræði var á milli liðanna í fyrsta leikhluta og leiddu Njarðvík 16-11 en Hildur Björg og Berglind komu Snæfell yfir rétt fyrir lok fyrsta leikhluta og leiddu Snæfellsstúlkur 16-18 að honum loknum.  Snæfellsstúlkur héldu áfram að auka forystu sína og komust í 16-24 áður en Njarðvík náðu að svara fyrir sig.  Snæfell leiddu 24-32 í hálfleik.  Í þriðja leikhluta náðu Snæfellsstúlkur að skapa sér margar hraðupphlaupskörfur og skoruðu 25 stig í leikhlutanum gegn 8,staðan 32-57.  Snæfell voru sterkari aðilinn í leiknum og kláruðu leikinn 40-66.

Stigaskor Snæfells: Hildur Björg  Kjartansdóttir 16 stig, Hildur Sigurðardóttir 15, Berglind Gunnarsdóttir 13, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10, Rósa Indriðadóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Silja Katrín Davíðsdóttir 2.  Helena Helga Baldursdóttir sem snéri uppá hnéið á sér og verður vonandi fljót að jafna sig og Aníta Rún Sæþórsdóttir léku en skoruðu ekki.

Stelpurnar léku tvo leiki á miðvikudeginum og síðan einn leik á föstdag, en það var gegn Fjölni.  Fjölnir unnu Njarðvík í hörkuleik með fjórum stigum og með sigri gætu þær verið í góðri stöðu að sigra mótið.  Alda Leif Jónsdóttir var mætt í slaginn með stelpunum en þær Rósa Indriðadóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir voru ekki með.  Snæfellssstúlkur leiddu í upphafi 12-6, en Fanney Lind skoraði 8 stig af 13 í fyrsta leikhluta fyrir Fjölni.  Snæfell leiddu 14-13 eftir fyrsta leikhluta en höfðu svigrúm til að gera mun betur. 

 

Í öðrum leikhluta komust Snæfell í 20-13 en Fjölnir jöfnuðu 22-22.  Flottur kafli skilaði svo átta stiga forystu í hálfleik 36-28.  Þriðji leikhluti var gríðarlega góður hjá Snæfell sem sóttu hart að körfu Fjölnisstúlkna, Snæfell leiddu 59-33 eftir þriðja leikhluta.  Lokatölur urðu svo 73-39 og ljóst að Snæfell höfðu unnið mótið.

Stigaskor Snæfells: Berglind Gunnarsdóttir 25 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 19, Hildur Sigurðardóttir 18, Alda Leif Jónsdóttir 5, Aníta Rún Sæþórsdóttir 3 og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2.  Silja Katrín Davíðsdóttir lék en náði ekki að skora.

Stigaskor Njarðvíkur: Fanney Lind 14, Bergdís Ragnars 9, Eva María og Birna Eiríks 6 hvor, aðrar minna.

Stelpurnar eru því Ljósanæturmótsmeistarar 2012.

 

[mynd]