Danmerkurferð kkd Snæfells -kvennaliðið-

Eftir góðan sigur á Fjölnisstúlkum og ferðalag til Danmerkur voru okkar dömur mættar gegn tvöföldum dönskum meisturum sem eru að undirbúa sig fyrir evrópukeppnina í október.  Ferðin gekk vel og stuttu eftir að dömurnar voru búnar að koma sér fyrir á hótelinu var haldið af stað til Gentöfte.  Hermundur hélt vel utan um mannskapinn og Baldur var byrjaður að þenja raddböndin á hliðarlínunni.

 

Eftir að hafa afhent Hrannari Hólm þakklættisvott frá okkur Hólmurum var komið að leiknum sjálfum.  Hörkuleikur þar sem SISU náðu 15 stiga forskoti 36-21 en 0-18 kafli þar sem vörnin hélt skilaði 36-39 forystu í hálfleik.  Alls náðu stelpurnar 0-22 áhlaupi og leiddu 36-43 í byrjun þriðja leikhluta.  Stelpurnar að gera vel og…..

Danmerkurferð meistaraflokka Snæfells 13-16 september.

 

[mynd]

 

Eftir góðan sigur á Fjölnisstúlkum og ferðalag til Danmerkur voru okkar dömur mættar gegn tvöföldum dönskum meisturum sem eru að undirbúa sig fyrir evrópukeppnina í október.  Ferðin gekk vel og stuttu eftir að dömurnar voru búnar að koma sér fyrir á hótelinu var haldið af stað til Gentöfte.  Hermundur hélt vel utan um mannskapinn og Baldur var byrjaður að þenja raddböndin á hliðarlínunni.

 

Eftir að hafa afhent Hrannari Hólm þakklættisvott frá okkur Hólmurum var komið að leiknum sjálfum.  Hörkuleikur þar sem SISU náðu 15 stiga forskoti 36-21 en 0-18 kafli þar sem vörnin hélt skilaði 36-39 forystu í hálfleik.  Alls náðu stelpurnar 0-22 áhlaupi og leiddu 36-43 í byrjun þriðja leikhluta.  Stelpurnar að gera vel og fín stemmning í því sem þær voru að gera.  Í lok þriðja leikhluta leiddu Snæfell 49-57.  Gott SISU lið komust síðan yfir 65-59 og framundan spennandi lokamínútur.  Snæfell minnkuðu muninn í 65-64 og möguleika á að komast yfir á lokamínútunum en það voru SISU dömurnar sem reyndust með meira batterí og sigruðu 68-64.

 

SISU – Snæfell 68-64 (36-39)

Stigaskor Snæfells: Kieraah L. Marlow 17 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 13, Hildur Sigurðardóttir 12, Alda Leif Jónsdóttir 10, Berglind Gunnarsdóttir 9 og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2.  Aníta Rún Sæþórs, Rebekka Rán Karlsdóttir og Silja Katrín Davíðs náðu ekki að skora.
Stigaskor SISU: Julie 12 stig, Kiki Lund og Ida 11, Camilla og Trine 10, Tea 9 og Katrine 6.

 

[mynd]

 

Eftir að hafa komist í færi við verslanir í DK var haldið í smá ferðalag til Værlöse þar sem fyrsti maðurinn sem tók á móti okkur hinn magnaði Skagfirðingur Axel Kárason en þá á leið í myndatöku og máttu dömurnar hafa sig alla við!  Værlöse sýndu Hólmurum að þau voru með flottustu búningana (sjá auglýsinguna að framan) en stelpurnar okkar voru ákveðnar að sækja sinn fyrsta sigur í DK.

 

Okkar dömur hófu leikinn vel og voru að finna út hverskonar leikmenn þær voru við að eiga.  Liðið var með flotta blöndu af leikmönnum og þegar að Snæfell hafði komist yfir 5-12 hófu þær skothríð og röðuðu niður 4 þriggja stigakörfum á skömmum tíma og leiddu 18-21 eftir fyrsta leikhluta.  Værlöse nýttu vítaskot sín illa og það notfærðu Hólmarar sér vel og komust í 23-30 og leiddu 31-36 í hálfleik. Margt sem liðið þarf að laga en dömurnar greinilega klárar í hvaða verkefni sem er. 

 

Í upphafi þriðja leikhluta var mikið jafnræði á milli liðana en okkar dömur skrefinu á undan á allflestum sviðum.  Í stöðunni 43-46 náðu dömurnar 5-10 kafla og leiddu 48-56 eftir þrjá leikhluta.  Flott varnarvinna og fráköstin í lagi.  Stelpurnar fengu gott sjálfstraust og komust í 52-69 og síðan í 54-72 þar sem Rebekka Rán nelgdi niður þrist.  Lokatölur 64-78 og feykilega flottur sigur í höfn.  Dömurnar horfðu síðan á strákana leika gegn karlaliðinu í sveiflukenndum leik (sjá umfjöllun karla) lúnar dömurnar héldu svo heim og voru komnar um 23 að staðartíma uppá hótel og leikur snemma daginn eftir. 

 

Værlöse – Snæfell – Kvenna 64-78 (31-36)

Stigaskor Snæfells: Hildur Björg Kjartansdóttir 21 stig, Kieraah L. Marlow 20, Hildur Sigurðardóttir 17, Helga Hjördís Björgvinsdóttir  8, Alda Leif Jónsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Berglind Gunnarsdóttir 2.  Aníta Rún Sæþórs, og Silja Katrín Davíðs náðu ekki að skora.
Stigaskor Værlöse: Alexandra 15 stig, Janet og Alberta 11, Berrit 7, Satia 6, Verena 5, Rikka 4 og Marian 3.

 

[mynd]

 

Eftir fínan morgunmat og labb í síðasta leikinn voru dömurnar á leið að leika fjórða leikinn á fjórum dögum.  Leikið var gegn sprækum Falcondömum sem tefldu fram einum stórum kana og síðan 11 leikmönnum sem voru nánast allar alveg eins.  Svakalega fljótar og kraftmiklar dömur sem pressuðu með miklum látum.  Mikið um tapaða bolta skilaði Falcon 16-6 forystu og Snæfell náðu vart að koma boltanum í þá stöðu sem þær vildu.  Liðið náði að laga stöðuna og staðan 21-14 eftir fyrsta leikhluta.  Frábær annar leikhluti Snæfells skilaði þeim 27-32 forystu og vörnin í fínu lagi. 

 

Baráttan hélt áfram og í stöðunni 40-45 Snæfell í vil, skoruðu Falcon 11-0 og leiddu 45-51.  Alda og Berglind minnkuðu muninn í 51-49 en þá steig Josefina upp og nelgdi niður þremur þristum í jafnmörgum tilraunum.  Eftir að hafa lent 11 stigum undir náði Helga Hjördís að minnka muninn í 5 stig en batteríið var algjörlega búið hjá Hólmurum og lokatölur 73-67.  Þrátt fyrir stuðning frá Tinnu Bjarkar áttu stelpurnar ekki næga orku til að leggja kröftugar Falconstúlkur.  Það má segja að stelpurnar hafi fengið þrjár flottar viðureignir sem reyndu á marga kafla í körfuboltanum og ferðin því liðinu dýrmæt í framhaldinu.

 

Falcon – Snæfell – Kvenna 73-67 (27-32)

Stigaskor Snæfells: Kieraah L. Marlow 17 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 14, Alda Leif Jónsdóttir 13, Berglind Gunnarsdóttir 12, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9,Aníta Rún Sæþórsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Silja Katrín Davíðs náðu ekki að skora.
Stigaskor Falcon: Simora 16 stig, Josefina 15, Jess 14, Sofie 9, Emilie 8 og aðrar minna.

 

[mynd]

 

Við tók síðan almenn verslun og hópefli sem var til fyrirmyndar og allir leikmenn nutu þess að vera til.  Fyrir hönd leikmanna þökkum við frábærri stjórn að gera liðinu kleift að fara í þessa ferð sem mun nýtast liðunum báðum í vetur.

 

Ingi Þór Steinþórsson

Kkd Snæfells

Sjáumst á velllinum í vetur 🙂

Áfram Snæfell!