Danmerkurferð kkd Snæfells -karlaliðið-

Karlalið Snæfells spilaði á móti SISU í fyrsta leik Danmerkurferðarinnar. Við byrjuðum hægt og var sóknarleikurinn sem og varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Staðan eftir 1. leikhluta var 22-12. Menn ekki að hitta vel og menn seinir fyrir í vörninni. Í öðrum leikhluta var allt annað í gangi, við fórum að hitta og náðum að hlaupa völlinn vel. Staðan eftir 2. leikhluta var 37-39 og menn aðeins að finna takt. Nýju mennirnir voru að komast inn í leikinn okkar og allt að slípast. Í þriðja leikhluta var jafnræði með liðunum og við héldum eins stigs forskoti 59-60. Í fjórða leikhluta náðum við að stoppa……

Karlalið Snæfells spilaði á móti SISU í fyrsta leik Danmerkurferðarinnar. Við byrjuðum hægt og var sóknarleikurinn sem og varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Staðan eftir 1. leikhluta var 22-12. Menn ekki að hitta vel og menn seinir fyrir í vörninni. Í öðrum leikhluta var allt annað í gangi, við fórum að hitta og náðum að hlaupa völlinn vel. Staðan eftir 2. leikhluta var 37-39 og menn aðeins að finna takt. Nýju mennirnir voru að komast inn í leikinn okkar og allt að slípast. Í þriðja leikhluta var jafnræði með liðunum og við héldum eins stigs forskoti 59-60. Í fjórða leikhluta náðum við að stoppa þá nokkrum sinnum í röð og fengum góð hraðaupphlaup og náðum að skila 86-76 sigri á þessu fína liði SISU. Það var margt jákvætt við leikinn og margir hlutir sem hægt er að laga. Stefnan er að gera það hægt og rólega næstu vikurnar.

Stigaskor Snæfells:
Nonni Mæju 19, Sveinn Arnar 17, Jay Threatt 17, Pálmi Freyr 10, Asim McQueen 7, Óli Torfa 6 og Hafþór 5, Stefán 5. Allir fengu að spila en ungu strákarnir okkar komu inn í restina en komust ekki á blað, þar voru á ferðinni Maggi, Óttar, Tinni og Kristó.

Leikur tvö var á móti Axeli Kárasyni og félögum í Værløse. Við lentum í smá vandræðum með lestarmiðana en íslenski sakleysissvipurinn kom okkur frá sekt upp á 750 DKK á mann. Enda við bara sveitamenn í stórborg og kunnum ekki á metrokerfið. Allir talandi um hitt og þetta Zone..en jæja áfram með þetta. Værløse byrjuðu virkilega sterkt og okkar menn virkilega sofandi og lappalausir. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-12 fyrir dönsku frændur okkar. Annar leikhluti var ekkert skárri, menn að láta ýta sér út úr stöðum og frekar veikir fyrir. Axel var að láta menn hafa fyrir hlutunum og gaf ekkert eftir.

 

Í hálfleik var staðan 41-28 fyrir Værløse og leit út fyrir að við værum ekki að fara að koma til baka. Hálfleiksræðan var góð og menn vildu gera betur. Við löguðum vörnina, fórum að tala saman og hafa gaman að því að spila körfubolta, þetta er jú svo skemmtilegt. Þá fengum við góðar körfur og stemmningin var okkar megin. Eftir þrjá leikhluta vorum við komnir 3 stigum yfir, 53-56. Ágætis jafnræði var með liðunum í byrjun fjórða en um hann miðjan náðum við 14 stiga mun og áttum frekar þægilegar lokamínútur. Þeir klóruðu í bakkann og leikurinn endaði 70-78 fyrir Snæfell. Það það voru mikil batamerki á leik okkar í seinni hálfleik. Satt best að segja spiluðum við frábærlega og var gaman að sjá strákana okkar leggja mikið á sig til að vinna saman og verða betri.

Stigaskor Snæfells:
Jay Threatt 17, Pálmi Freyr 13, Svenni, Nonni og Asim 12, Haffi Gunn 5, Stefán 4 og Óli 3

Axel Kára var virkilega sprækur eftir landsliðsprógramið og setti 22 stig og lét menn finna fyrir sér.

 

[mynd]

 

Þriðji og síðasti leikurinn var spilaður í bæ sem heitir Solrød sem er 50 mínútum frá Køben. Þar hittum við fyrrum þjálfara okkar hann Geoff Kotila. Fyrir leik vorum við að fylgjast með leik sem er ekki frásögu færandi nema hvað hann Ingi Þór átti eftir að ná að hrjóta þann daginn. Hann reddaði því með því að leggja í 3 mínútur. Mikið álag á honum enda hlaupandi á milli leikja og reyna að stoppa stelpurnar í búðunum (það gékk lítið að stoppa þær). Það var eins gott að Geoff kom því hann náði að vekja Inga sem svaf fastara en steinn(2 mín).

Að leiknum, við ákváðum að prófa að byrja sterkt í síðasta leiknum. Það tókst og voru menn ákveðnir í því að prófa þetta aftur seinna. Eftir fyrst leikhluta var staðan 23-18 og allir í góðum gír, Asim skoraði grimmt og var mjög flottur undir körfunni. 12 stig af fyrstu 14 stigunum okkar voru frá honum. Menn voru að spila ágætis vörn á köflum og sóknin leit fínt út.

 

Annar leikhluti byrjaði svipað, jafnræði með liðunum Næstved komust í 27-18 en við fáum þá nokkur Haffi Gunn birthday boy moment en hann kom sjóðandi heitur af bekknum og setti 10 stig í röð og kom liðinu yfir. Við tókum góðan kafla þarna og vorum komnir yfir 46-38 þegar flautað var til hálfleiks. Í þriðja leikhluta héldum við áfram að bæta í, vörnin var að smella og læti í mönnum. 70-55 fyrir okkur eftir þriðja leikhlutann og í raun ekkert sem gat hent leiknum frá okkur nema við sjálfir. Nonni reyndi að stríða sínum mönnum og nældi sér í 5 villur, Asim fannst það sniðugt þannig hann gerði það líka.

 

Torfasynir sáu þá um að lemja á nokkrum Dönum og Könum. Fjórði leikhlutinn var eiginlega bara skelfilega leiðinlegur, 15-13 fór hann fyrir okkur og ég nenni ekki að skrifa meira um hann, enda Ingi sofnaður hérna hliðiná mér og ég að spá í að prófa að sofa í flugvélinni. Erum að fara að lenda kl. 1:00 í nótt og beint heim í hólminn góða. Leikurinn endaði 83-70 fyrir okkur og er þessi sigur mjög sterkur, því Geoff og co. eru með gott lið og auðvita frábæran þjálfara. Við ræddum mikið við hann eftir leik og hann bað rosalega vel að heilsa sem og hún Karen. Geoff sagði að hann hafi næstum farið í Snæfellsbolnum sínum í leikinn, en hann sleppti því á síðustu stundu. Topp nágungi þarna á ferð og greinilega engu gleymt úr hólminum.

Stigaskor Snæfells:

Jay Threatt 16, Asim McQueen 14, Nonni og Haffi 11, Óli Torfa 10, Stefán Karel 8, Pálmi Freyr 7, Svenni 5.
Allir spiluðu og fengu ungu mennir að spreyta sig í auka fjórðung sem var spilaður í kjölfarið á leiknum. Afmælisdrengurinn hann Haffi Cotton spilaði þar stóra rullu og var að deila boltanum eins og honum einum er lagið.  Maggi, Óttar, Tinni og Kristó spiluðu þar með honum og sögðu þeir eftir leik að betri samherja væri ekki að finna.

J. Benjamin var stigahæstur með 20 stig hjá Næstved en hann er annar kaninn hjá Næstved.

Ef ég þarf að segja eitthvað eftir svona ferð þá get ég ekki hætt að skrifa án þess að minnast á skemmtilega punkta um liðið.

Undirritaður veit nú að…

  •  Ingi Þór hrýtur frekar hátt og var hann hás eftir eina nóttina.
  •  Haffi fékk sér gular buxur.
  •  Maggi skildi bílinn eftir heima.
  •  Nonni blótar ekki.
  •  Óli fékk sér klæðnað sem hann verður að útskýra sjálfur.
  •  Tinni treður.
  •  Óttar notar shockwave gel
  •  Stefán fer úr að ofan í tíma og ótíma.
  •  Kristó hatar ekki að versla.
  •  Pálmi kann ekki að borða með prjónum.
  •  Svenni er litaglaður.
  •  Asim syngur í lest.
  •  Jay er fljótari en undirritaður, ekki mikið samt.
  •  Hermundur vinnur sem pípari í Köben.
  •  Baldur situr hliðiná mér og er ekki sofnaður þannig ég er ekkert að fara að rugla í honum.
  •  Og að lokum…undirritaður veit að góðir hlutir gerast hægt og við munum þurfa stuðning ykkar til að eiga gott tímabil.

 

Fólkið okkar var Íslandi og bænum okkar til sóma og vonast ég til að fara í fleiri svona ferðir.

Takk fyrir ferðina strákar og stelpur!

Gunnlaugur Smárason.

Áfram Snæfell Karfa!

 

[mynd]