Æfingaleikur gegn Hamar

Hamarsmenn voru mættir í Hólminn fagra til að leika æfingaleik föstudaginn 21. september og æfa daginn eftir.  Leikurinn hófst með 8-0 kafla heimapilta þar sem góð boltahreyfing skapaði góðar körfur.  Snæfell leiddu 29-17 eftir fyrsta leikhluta og voru að hitta vel.  Aðeins hægði á Snæfell í stigaskorun og duglegir og vinnusamir Hvergerðingar hleyptu heimamönnum aldrei of langt frá sér.  Staðan í hálfleik 45-31.  Það fengur allir leikmenn að sýna ljós sitt í kvöld og var það um miðjan þriðja leikhluta sem Snæfell náðu…..

Hamarsmenn voru mættir í Hólminn fagra til að leika æfingaleik og æfa daginn eftir.  Leikurinn hófst með 8-0 kafla heimapilta þar sem góð boltahreyfing skapaði góðar körfur.  Snæfell leiddu 29-17 eftir fyrsta leikhluta og voru að hitta vel.  Aðeins hægði á Snæfell í stigaskorun og duglegir og vinnusamir Hvergerðingar hleyptu heimamönnum aldrei of langt frá sér.  Staðan í hálfleik 45-31.  Það fengur allir leikmenn að sýna ljós sitt í kvöld og var það um miðjan þriðja leikhluta sem Snæfell náðu að komast yfir tuttugustiga muninn, breyttu stöðunni úr 54-42 í 65-42 og staðan eftir þrjá leikhluta 66-46.  Einsog áður segir var mikið rúllað á leikmönnum og í stöðunni 85-56 náðu Hamarsmenn að laga stöðuna á síðustu tveimur mínútunum og lokatölur 88-68.

 

Stigaskor Snæfells: Jay Threatt 18 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 16, Jón Ólafur Jónsson og Asim McQueen 12, Stefán Karel Torfason 9, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6, Ólafur Halldór Torfason 5 og Kristinn Guðmundsson 3.  Magnús Ingi Hjálmarsson, Óttar Sigurðsson og Jóhann Kristófer Sævarsson léku en skoruðu ekki.

 

Stigaskor Hamars: Jerry Lewis Hollins 23 stig, Bjartmar Halldórsson og Örn Sigurðarson 11, Halldór Gunnar Jónsson og Hjalti Valur Þorsteinsson 6, Ragnar Nathanaelsson 5, Björgvin Sigurðsson 2 og Lárus Jónsson 1.  Emil Þorvaldsson og Mikael Kristjánsson léku en skoruðu ekki.